Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 21
Alexander von Humboldt
21
jarðyrkju; Indverjar í Perú höfðu reyndar lengi notað
það, en Humboldt sendi sýnishorn af þessu áburðarefni
til Európu og ljet reyna það þar. Guanó er myndað af
fugladriti, sem safnast hefur á mörgum öldum á eyjar og
sker við strendur Perú í þurkabeltinu og hafa á 19. öld
öll ógrynni af því verið flutt til Norðurálfu til áburðar.
Hinn 5. desember 1802 sigldu þeir Humboldt frá Callao
til Quayaquil í Ecuador á spönsku herskipi og lentu þar
9. janúar 1803, þar dvöldu þeir 5 vikur og sigldu þaðan
til Acapúlco í Mexicó.
I Mexicó ætlaði Humboldt aðeins að dvelja fáa mán-
uði, en annað varð úr, hann varð svo hugfanginn af
hinni dýrðlegu náttúru í þessu fagra landi, að hann gat
ekki slitið sig þaðan, dvaldi þar heilt ár og hafðistöðugt
nóg að skoða. í Mexicó lagði Humboldt eins og annars
staðar grundvöll til mælingar landsins með nákvæmum
staðaákvörðunum, hann skoðaði þar námur af ýmsu tæi
og kynti sjer alla atvinnuvegi landsins, gerði þýðingar-
miklar jarðfræðisathuganir og skoðaði mörg af hinum
stóru eldfjöllum, sem þar eru. Humboldt sýndi, að eld-
fjöllin liggja í röðum og eru nátengd sprungum í jarðar-
skorpunni, þetta hafði enginn athugað áður og fekk þessi
kenning hina mestu þýðingu fyrir eldfjallafræðina. Hum-
boldt sýndi líka fyrstur með mælingum, hvernig snælínan
hækkar smátt og smátt eftir því sem nær dregur miðjarð-
arlínu, og hann rannsakaði plöntubeltin á fjöllum heitu
landanna og sýndi hvernig gróðurinn breyttist eftir hæð-
inni. Petta er nú öllum kunnugt, en þá voru hugmyndir
fræðimanna mjög óljósar í þeim greinum. Um Mexicó
ritaði Humboldt síðar (1811) stóra og mjög fjölfróða land-
lýsingu1), þar sýnir hann nákvæmlega samband mannlífs-
J) Essai politique sur le royaume de la Nouvelle-Espagne. 2 Vol.
avec un Atlas de 20 cartes in Folio. Paris 1811. 40.