Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 22
22
I’orv. Thoroddsen
ins og atvinnuveganna við náttúruna; þykir sú bók enn
snildarverk og hefur síðar verið fyrirmynd allra rita í
þeirri grein. Út af námurannsóknum Humboldts í Mexicó
spruttu athuganir hans og hugleiðingar um gull- og silfur-
forða heimsins og verðmæti hinna dýru málma á ýmsum
tímum, hann sýndi fram á verðfall peninga gegn landbún-
aðar-afurðum öld eftir öld sökum vaxandi framleiðslu af
dýrum málmum. Þetta hafði síðar mikla þýÖingu fyrir
hagfræðina. Hinn 4. mars 1804 sigldi Humboldt til Kúba
og dvaldi þar aftur tvo mánuði, safnaði hann þá efni í
landlýsingu á Kúba, sem hann gaf út löngu síðar1)- Frá
Kúba fóru þeir fjelagar til Bandaríkja, var þar mjög
virðulega og vinsamlega tekið af forseta ríkjanna Jefferson
og öðru stórmenni og hjeldu svo heimleiðis 9. júní 1804,
fengu þeir góða ferð og besta byr og lentu 3. ágúst í
Bordeaux á Frakklandi, höfðu aðeins verið 27 daga á
leiðinni og þótti það fljót ferð í þá daga. Höfðu þeir
Humboldt og Bonpland verið 5 ár í leiðangri þessum og
altaf verið sístarfandi, því í heitu löndunum má fram-
kvæma allar rannsóknir á öllum árstímum eins vetur sem
sumar.
Ferðir Humboldts vöktu hina mestu athygli um allan
hinn mentaða heim og var honum alstaðar tekið með
hinum mestu virktum, enda hafði Humboldt mikið afrekað
og sjást þess menjar fram á þenna dag. Pað var eigi
beinlínis könnun óþektra landa og langferöir, sem gerðu
Humboldt frægan, í því tiiliti hafa margir verið honum
fremri, en hann lagði í flestum greinum grundvöll til þeirr-
ar þekkingar, sem vjer nú höfum um eðli jarðarinnar.
þar kom hentugur maður á hentugri tíð. Rannsókna- og
mælingaaðferðir náttúruvísindanna höfðu þá einmitt fengið
ábyggilegan grundvöll og Humboldt var svo lærður og
') Essai politique sur l’ile de Cuba. 2 Vol. Paris 1826. 8vo.