Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 23
Alexander von Humboldt
23
þaulæfður í notkun hinna margbreytilegu verkfæra, að í
því efni munu fáir eða engir hafa verið hans jafningjar fyr
nje síðar. Hinsvegar mátti heita, að öll undrafylling nátt-
úrunnar í brunabeltinu væri þá enn ósnortin af skoðunar-
tilraunum vísindamanna, og var því ekki að furða þó ár-
angurinn yrði mikill. Hvað Humboldt hefur afrekað í hinu
einstaka geta nú fæstir rakið; uppgötvanir hans hafa orð-
ið grundvöllur, sem náttúrulýsing jarðarinnar bygði á, og
flest þar að lútandi er ósjálfrátt komið inn í hugskot
mentaðra manna, fæsta grunar, að margar þær sannreynd-
ir, sem nú þykja sjálfsagðar í hverri skólabók, eigi rót
sina að rekja til rannsókna A. v. Humboldts.
Enginn samtíðarmanna hans var eins fjölhæfur einsog
Humboldt, hann hafði djúpa' þekkingu í öllum greinum
náttúruvísindanna, og var auk þess mjög vel að sjer í
málum og öðrum vísindagreinum, hann hafði óvanalega
glögt yfirlit yfir svo að segja alla mannlega þekkingu,
enda var hann mjög iðinn, fluggáfaður og stálminnugur.
Slíkir menn hafa verið fágætir á öllum öldum, og þeim
fækkar eftir því sem þekkingin verður yfirgripsmeiri; til
þess að ná yfirliti yfir stórar heildir þarf mikið þrek og
miklar gáfur; miklu hægra er að sökkva sjér niður í ein-
stök atriði vísindanna, til þess þarf ekki nema meðalmenn.
Nú eru flestar greinar náttúruvísindanna orðnar svo yfir-
gripsmiklar, að einn maður nær sjaldan nákvæmri þekk-
ingu í sinni grein allri, fræðimenn skifta því rannsóknar-
svæðunum niður í ótal smáparta og kemur það því alloft
fyrir, að ágætir sjerfræðingar í einhverjum litlum hluta
vísindanna mega heita vankunnandi eða jafnvel ómentað-
ir í öllu öðru og hafa því mjög þröngan sjóndeildarhring.
Fyrstu þrjú árin eftir að Humboldt kom aftur til
Norðurálfu, dvaldi hann á ýmsum stöðum mest í París,
Berlín og Róm, þar var Vilhjálmur bróðir hans þá sendi-
herra, fór hann á þeim árum nokkuð að vinna úr ferða-