Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 25
Alexander von Humboldt
25
Humboldt líka í miklum metum og þótti hrókur alls
fagnaðar, hvar sem hann kom, í samsætum var hann
mjög fjörugur og kíminn og fyndinn í tali. Pó undarlegt
sje gat Napoleon I. ekki felt sig við Humboldt, var af-
undinn við hann og sýndi honum jafnvel vanþóknun sína,
þó var Napoleon annars oft hlyntur vísindamönnum og
studdi vísindi á margan hátt. Vera má að Napoleoni hafi
þótt Humboldt of frjálslyndur, því hann hafði það orð á
sjer, að hann fylgdi mjög fram frelsiskenningum 18. aldar,
þó altaf í hófi; það getur líka verið að Napoleoni hafi
verið nóg um, að þessi útlendingur var í svo miklu og
almennu áliti í París, »því hann gat engan í heimi vitað
heiðri tignaðan nema sig«.
Meðan Humboldt var í París var hann sístarfandi við
hið mikla ferðaverk sitt, en bæði voru rannsóknir hans
svo yfirgripsmiklar og hugmyndir hans svo stórfengilegar,
að það var einkis manns meðfæri að koma þeim til fram-
kvæmdar, enda hefði það kostað miklu meira fje en hann
gat ráðið yfir. Ferðabók Humboldts varð því ekki nema
brot eða þó fremur tignarleg rúst af hinni fyrirhuguðu
miklu byggingu, og er þó verkið heljarmikið að vöxtum.
Humboldt lánaðist að koma út 30 bindum, 20 bindum í
arkarbroti og 10 í fjögrablaðabroti, auk þess nokkrum
bindum í áttablaðabroti; þar að auki komu út margar
þýðingar og nýjar útgáfur hinna fyrri binda. I verki
þessu eru yfir tvö þúsund myndatöflur og kort, og fekk
Humboldt ágætustu listamenn til að teikna margar mynd-
ir, meðal annars hefur Albert Thorvaldsen teiknað þar
tileinkunarblað til W. Goethe framan við eina bókina;
sjálfur hafði Humboldt teiknað margar af myndunum.
Til þess að lýsa náttúrugripum þeim, sem hann safnaði,
þurfti samverknað fjölda sjerfræðinga og tókst Huinboldt
að fá hina bestu menn til þess starfa. Hin fyrstu 14
bindi eru öll um grasafræði, enda höfðu þeir fjelagar safn-