Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 29
Alexander von Humboldt
29
enn ýmsar námurannsóknir. Síðan skoðuðu þeir sljetturn-
ar suður að Kaspívatni og gerðu þar margar rannsóknir,
er snertu saltmegni jarðvegs og vatna, einnig athuguðu
þeir ýmislegt, er snerti þjóðlíf hjarðmannaþjóða á þeim
svæðum, fóru svo til Astrachan við mynnið á Volga og
þaðan heimleiðis um Tula, Moskva og St. Pjetursborg;
var Humboldt tekið með svo miklum virktum og viðhöfn
við rússnesku hirðina, að hann var feginn að losna þaðan
og komast heim til Berlín.
Sögu þessarar austurferðar ritaði Gustav Rose1), en
Humboldt samdi sjálfur tvö vísindaleg rit um Asíu’),
bæði eftir athugunum sínum á þessari ferð og rannsókn-
um á öllu efni þar að lútandi, sem finna mátti í fornum
og nýjum ritum. Bækur þessar fluttu margt nýtt og þær
voru sjerstaklega þýðingarmiklar fyrir loftslagsfræði og
landfræði hálenda og fjallgarða. Nú fekkst í fyrsta sinn
full vissa um hinn mikla mismun, sem er á meginlands
loftslagi og eyja- og stranda loftslagi. Pá innleiddi Hum-
boldt líka í fyrsta sinn samanburð á meðalhæðum og
rúmtaki fjalla og hálenda, einnig gat hann gefið betri
hugmyndir um fjallgarða Háasíu, en menn höfðu haft
áður, og fór þar mest eftir kínverskum ritum, því á þeim
tíma höfðu svo sem engir Norðurálfumenn komið í þau
lönd. Árangur þessarar Asíuferðar var mikill, þó hann
eðlilega ekki gæti komist í neinn samanburð við hinn
stórkostlega árangur Amerikuferðarinnar.
Humboldt kunni best við sig í París, en 1827 ljet
hann eftir bón Friederich Wilhelms III. Prússakonungs,
að flytja sig til Berlín; konungur hafði oft hitt Humboldt
Mineralogisch-geognostische Reise nach dem Ural, dem Altai
und dem Kaspischen Meere. 2 bindi. Uerlin 1837—1842, 8vo.
2) Fragments de géologie et ae climatologie asiatiques. Paris 1831,
2 bindi 8vo og Asie centrale. Recherches sur les chaines de montagnes
et la climatologie comparée. París 1843, 3 bindi 8vo.