Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 30
3°
í’orv. Thoroddsen
í París og London og geðjast svo vel að honum, að
hann vildi gera. hann hirðmann sinn, til þess að njóta
gagns og skemtunar af fróðleik hans. Humboldt fekk
leyfi til þess að mega fara til París á hverju ári og vera
þar 3^-4 mánuði, og notaði hann það leyfi oft síðar;
hann varð nú kammerherra konungs með ríflegum laun-
um og ráðanautur hans um vísindaleg málefni, en Hum-
boldt skoraðist jafnan undan að taka að sjer ráðherra-
embætti. í þessari stöðu gerði Humboldt vísindunum
mikið gagn, því hann var jafnan vakinn og sofinn í því
að styrkja háskólana og vísindin og sjerstaklega ljet hann
sjer mjög ant um að koma ungum efnilegum vísinda-
mönnum á framfæri, og eins hafði hann áður í París
styrkt ýmsa efnilega landa sína, er þangað komu; átti
fjöldi hinna merkustu fræðimanna á fýskalandi honum
lán sitt að þakka; gerði Humboldt sjer engan mannamun,
studdi jafnt náttúrufræðinga, málfræðinga, ferðamenn, forn-
fræðinga og sagnaritara. Auk þessa var Humboldt oft
notaður til ýmsra pólitiskra sendiferða, þar sem sjerstaka
lipurð þurfti, en aldrei tók hann að sjer fasta sendi-
herrastöðu.
Á fyrsta fjórðungi 19. aldar var andlega lífið á
Pýskalandi á ýmsan hátt bágborið, það var kominn aftur-
kippur og doðasótt í hina vísindalegu menningu þar í
landi. Pjóðverjar áttu reyndar um þær mundir ennþá
mörg góð skáld, gullöld skáldskaparins varpaði enn ljóma
sínum yfir bókmentirnar, en skáldskapurinn er ekki ein-
hlítur, skáldrit og ljóðagerð eru aðeins mjóir þættir í
hinni andlegu menningu, en stundum kemur ofvöxtur í
sjálfsálit skáldanna, svo þau ímynda sjer að öll tilveran
eigi að haga sjer eftir hugsjónum þeirra, og svo var ein-
mitt á þessu tímabili; alt var skoðað frá sjónarmiði list-
arinnar, en raunvísindin komust ekki upp fyrir moðreyk.
Skáldskapur Pjóðverja, listfræði og heimspeki sameinuð-