Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 31
Alexander von Humboldt
3
ust á þessum tíma í eina heild, og forkólfar þessarar
stefnu þóttust færir um að leysa allar ráðgátur tilverunn-
ar frá eigin brjósti, og út frá sínu eigin hugsjónalífi; það
þurfti alls ekki að spyrja náttúruna sjálfa, menn fyrirlitu
alla rannsókn og tilraunir. Hugspekin þýska fekkst reynd-
ar við mörg fögur og háleit efni, en hún var öll í skýj-
unum og kunni ekki fótum sínum forráð; menn þóttust
geta yfirstigið þau takmörk mannlegrar skynjunar, er
hinn mikli meistari og spekingur Immanúel Kant (1724—
1804) hafði bent á, og ímynduðu sjer, að þeir gætu látið
hugann svífa yfir útsjó hins óskynjanlega og ómælilega,
en þar hlýtur alt aö lenda í hafvillum eða jafnvel í óráði
og vitleysu. Skáld og listfræðingar urðu gagndrepa af
hugspekinni, sem raunar hvorki þeir nje neinir aðrir
skildu. Afleiðingin af þessu varð, að þær greinar menn-
ingarinnar, sem mesta þýðingu hafa fyrir framfarir mann-
kynsins, urðu að lúta í lægra haldi fyrir tískunni. Sannir
náttúrufræðinnar voru þá örfáir á Pýskalandi, og áttu
mjög örðugt uppdráttar, en nokkrir, sem kölluðu sig nátt-
úrufræðinga og sátu í kennaraembættum í ýmsum grein-
um vísindanna, urðu hugfangnir af þessurn nýju kenning-
um og skoðuðu náttúruna frá hugspekilegu sjónarmiði;
rit þeirra, sem voru eintómur hugsjónablendingur án
náttúruskoðana eða tilrauna, voru þá höfð í hávegum,
én nú getur enginn lesið þau nema með undrun og með-
aumkun, svo fáránlegar voru skoðanir þeirra. Pá þóttust
menn geta ritað spaklegar bækur um efnafræði án þess
að drepa hendi sinni í vatn, menn stunduðu stjörnufræði
án þess að mæla eða reikna, jafnvel dýrafræðingar og
grasafræðingar skreyttu bækur sínar með allskonar óskilj-
anlegum heilaspuna, er þeir smíðuðu eftir Hegel, sem í
þá daga var átrúnaðargoð ailra1). Svona var hið andlega
’) Heimspeki Hegels náði einnig til Norðurlanda og þeir sem vildu
tolla í tískunni vöfðu hugsanir sínar í óskiljanlega orðaflækju; þetta
gerir t. d. Grímur Thomsen í inngangi bókar sinnar um Byron.