Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 32
32
forv. Thoroddsen
ástand á Pýskalandi, þegar Al. v. Humboldt var miðaldra
maður, en samtímis voru náttúruvísindin í miklum blóma
í öðrum löndum, einkum í Frakklandi. Pað var því eng-
in furða, þótt Humboldt flýði til Parísar, þar voru allar
rannsóknaraðferðir strangvísindalegar, en þýsk náttúru-
speki og hugartildur þektist þar ekki. Pað var heldur
ekki undarlegt þó Humboldt ætti örðugt með að slíta sig
frá París ; þó þýskur væri, elskaði hann fólkið og málið
og ljek eins og lax í straumi í hinu fjöruga bæjarlífi í
þessari heimsborg, sem þá hafði náð hámarki tilveru sinn-
ar. í>að var alt annað að hverfa inn í mugguna, sem þá
hvíldi yfir höfuðborg Prússa. Vísindamenn voru tiltölu-
lega fáir í Berlt'n, dreifðir og máttu sín lítils, bæjarfólkið
hugsaði aðeins um skemtanir og leikhús, og smábæjar-
bragur var þar á flestu, þetta hefur síðar mjög breytst;
við hirðina og hjá æðri stjettunum drotnaði hinn ramm-
asti afturhaldsandi og kreddufesta í stjórnmálum og trú-
brögðum, en það átti mjög illa við frjálslyndi Humboldts;
hann átti því alloft örðugt uppdráttar, en með lipurð sinni
tókst honum að sigla fyrir flest sker og koma sínu fram,
þrátt fyrir megna mótspyrnu klerka og afturhaldsmanna.
Humboldt var fyndinn og meinlegur í svörum, svo það
var ekki öllum hent að komast í orðakast við hann og
treystu sjer fáir til þess, og hann hafði jafnan hylli kon-
ungs, og það hafði mikla þýðingu eins og þá hagaði til.
Humboldt átti góðan þátt í því að leggja grundvöllinn
undir frjálslegri hugsunarhátt, og smátt og smátt fór þok-
unni að ljetta á efri árum hans. Raunvísindin fóru hægt
og hægt að færast upp á pallinn, uns þau náðu fullum
yfirráðum á seinni hluta 19. aldar. þá voru Þjóðverjar
orðnir hin langmesta vísindaþjóð í heimi, en Frakkar
voru komnir langt aftur úr; þá leituðu menn úr öllum
álfum til þýskra háskóla, því þar voru bestir kennarar og
bestar tilfæringar til rannsókna af öllu tæi. Tíðarandinn