Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 33
Alexander von Humboldt
33
var orðinn alt annar, hin mörgu smáríki sameinuð í eina
volduga heild og stjórnirnar styrktu vísindin miklu meira
en áður. Þessi mikla breyting átti sjer margar rætur,
ekki síst hinn vaknandi þjóðaranda, en framfarir vísind-
anna og hin andlega stefnubreyting var að þakka ýmsum
ágætum vísindamönnum um miðja öldina og var Al. v.
Humboldt einna fremstur í þeim flokki.
Pað sem eftir var æfinnar (1B27—59) hafði Humboldt
aðsetur sitt í Berlín og dvaldi þar oftast, en fór þó ýms-
ar sendiferðir fyrir konung eða með honum til ýmsra
höfuðborga, oftast til París og dvaldi þar stundum marga
mánuði, líka til Lundúna og Wien og ennfremur eitt sinn
(1845) til Kaupmannahafnar; Kristján konungur VIII., sem
hafði áhuga á vísindum, hafði mikið álit á Humboldt og
skrifaðist á við hann og það gerðu margir stórhöfðingjar
aðrir. Meginið af vísindabókum sínum ritaði Humboldt á
frönsku, fáar á þýsku, en það sýndi sig að hann var hinn
sami afbragðs rithöfundur á móðurmáli sínu eins og á
frönsku. Árið 1808 gaf hann út safn af náttúrulýsingum1)
á þýsku, sem þóttu afbragð og hafa síðan verið prentað-
ar í mörgum útgáfum og þýddar á mörg mál. Bók þessi
varð fyrirmynd annara, en þó hefur fáum eða engum tek-
ist að rita jafn alþýðlegar og þó lærðar náttúrulýsingar
eins og Humboldt. . Auk þess samdi hann hinn mesta
fjölda af ritgjörðum og smágreinum í ýmsum vísinda-
greinum og á ýmsum málum. Þó hefur ekkert rit hans
orðið eins frægt eins og heimslýsing hans, sem hann kall-
aði »Kosmos«.
í París hafði Humboldt haldið alþýðlega fyrirlestra
fyrir litlum söfnuði kunningja sinna um eðlislýsing jarðar,
en í Berlín hjelt hann veturinn 1827—28 aðra fyrirlestra
2) Ansichten der Natur, mit wissenschaftlichen Erláuterungen.
Stuttgart und Tubingen 1808. 8vo.