Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 35
Alexander von Humboldt
35
en bókin varö þó eigi fullbúin. Ritið Kosmos er alveg
einstakt í sinni röð og vakti þegar mikla athygli og að-
dáun; höfundurinn reynir að safna yfirliti allrar þekkingar
um jörðina og alheiminn í eina mynd; bókin er alþýð-
lega samin, en þó strangvísindaleg og bygð á hinni ná-
kvæmustu þekkingu í öllum greinum, og gat enginn mað-
ur samið slíkt rit nema Alexander von Humboldt, sem
óefað var fjölhæfastur allra vísindamanna á 19. öld og
þó djúpsær í smáu sem stóru, enda leitaði hann fullrar
vissu hjá sjerfræðingum um þau atriði, sem hann var í
einhverjum efa um. Bókin er öll rituð með hinum mesta
lærdómi og vísað til allra hinna bestu heimilda. Hum-
boldt reyndi að sýna í skuggsjá það stig þekkingarinnar
um náttúruna, sem hann sjálfur og samtíðarmenn hans
stóðu á og tókst það ágætlega. Eðlilega er bók þessi
nú í mörgu úrelt, vísindunum hefur farið afarmikið fram
síðan og skoðanir manna eru nú orðnar alt aðrar á mörg-
um grundvallaratriðum, en Kosmos mun altaf hafa sögu-
legt gildi, auk þess að djúphygnin, ritsnildin og fegurðar-
blærinn, sem hvílir yfir lýsingunum, gerir bókina jafnan
ljúfa og laðandi fyrir þá, sem fróðleik unna og gleðja sig
yfir fögrum búningi fagurra hugmynda. Nú er óhugsandi
að nokkur maður gæti skrifað slíka bók, vísindaleg þekk-
ing er orðin alt of yfirgripsmikil og margbrotin, hún var
þegar orðin mjög víðtæk um miðja 19. öld, og enginn
annar en Humboldt hefði getað tekist í fang að vinna
annað eins þrekvirki. Fyrsta bindið at Kosmos er nátt-
úrumálverk, sem með fáum dráttum lýsir himni og jörð
með öllum kröftum þeim, sem menn þá vissu að verkuðu
í náttúrunni. Anntið bindjð er saga náttúruskoðunarinnar
frá elstu tímum; í seinni bindunum átti svo að vera ítar-
leg skýring á efni fyrsta bindisins, nákvæmari framsetn-
ing á þekkingu þeirra tíma; þriðja bindið er alt um
stjörnufræði, fjórða bindið um almenna eðlislýsing jarðar,