Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 37
Alexander von Humboldt
37
dætur sínar, en hin elsta þeirra, Carolina, sem var ógift,
dó 1837, Adelheide var gift v. Hedemann hershöföingja
og Gabriele gift v. Biilow ráðherra og sendiherra, og
voru þær oft tjarverandi. Synir Wilhelms v. Humboldts
Theodor og Hermann tóku við erfðagóssum foreldra
sinna, og fara engar sögur af þeim.
Eftir að Al. v. Humboldt kom til Berlín, sköpuðust
hjá honum fáar vísindalegar nýjungar, enda var hann þá
hniginn að aldri, en hann kom skipulagi á hinn marg-
breytta þekkingarforða og myndaði þar fagrar heildir úr
fjarstæðu efni. Staða hans meðal vísindamanna var á efri
árum einstök í sinni röð, hann var virtur af öllum lærð-
um og leikum í tveim heimsálfum og skoðaður nokkurs-
konar háyfirdómari í öllum vísindalegum málum; voru
honum því sendar fyrirspurnir úr öllum áttum um alt
mögulegt og leiddi oft af því afarmiklar brjefaskriftir og
tímatöf. Við þetta bættist, að hann sakir tiginnar ættar
og vinfengis við konung var mikils metinn hjá öllum stór-
höfðingjum Norðurálfunnar og boðinn og velkominn við
allar hirðir, enda var lipurð hans og snyrtilegri framgöngu
jafnan við brugðið; Humboldt varð af þessum orsökum
einskonar fulltrúi og málsvari vísindamanna á Pýskalandi
og víðar um heim. Af stöðu hans leiddi að honum
veitti hægar en öðrum að koma á alþjóðlegum samtök-
um til vísindalegra athugana, sem voru fátíð í þá daga;
þannig var það Humboldt að þakka að Englendingar og
Rússar ljetu gera samfeldar athuganir um jarðsegulmagn
í hinum víðáttumiklu löndum sínum, en á þesskonar
rannsóknum hafði Humboldt jafnan haft hinn mesta áhuga,
enda gert sjálfur ýmsar þýðingarmiklar uppgötvanir, sem
þar að lutu. Pó Humboldt væri af höfðingjaætt og hirð-
siðum bundinn, þá hafði hann þegar í barnæsku inn-
drukkið þær hugmyndir um mannrjettindi og frjálst stjórn-
arfyrirkomulag, sem skapast höfðu fyrir stjórnarbylting-