Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 40
40
Þorv. Thoroddsen
haft dæmalaus áhrif á alla, sem kyntust honum, og allir
eru samdóma um, að það hafi verið unun að tala við
hann; það var ekki aðeins hin óþrjótandi uppspretta af
þekkingu og hin gáfulega orðheppni, sem laðaði menn
að honum, heldur hafði líka hið hýra augnaráð og hið
ljúfmannlega viðmót með hjartagæskunni, sem skein út
úr andlitinu, hin mestu áhrií á alla sem við hann töluðu.
Hinn ágæti málfræðingur August Boekh (1785 —1867) seg-
ist aldrei hafa farið svo frá samtali við Humboldt, að
hann ekki fyndi sig ljettari í skapi og hrifinn til alls, er
mikið var og göfugt, og eitthvað þvílíkt hafa margir aðr-
ir sagt. Fyrst eftir að Humboldt komst á 90. árið fóru
líkamskraftarnir verulega að þverra, samt vann hann stöð-
ugt að ritstörfum sínum og var að smábæta við »Kosmos«
og undirbúa áframhald þeirra bókar; hinir óviðjafnanlegu
andlegu hæfileikar minkuðu ekki, og hann var jafnstál-
minnugur sem hann alt af hafði verið og skilningarvitin
voru öll í lagi. Hinn 21. apríl 1859 lagðist Humboldt í
rúmið af kvefsýki, kraftarnir þurru smátt og smátt þján-
ingalaust, uns hann andaðist 6. maí 1859, sofnaði út af
eða sloknaði eins og ljós milli kl. 2 og 3 e. h., hafði
hann jafnan haft fulla rænu rjett fram að andláti. Al. v.
Humboldt var jarðsettur 11. maí í ættargrafreitnum í trjá-
garðinum hjá höllinni Tegel við hliðina á Wilhjálmi bróð-
ur sínum, sem hann unni svo mjög. Við grafreitinn stend-
ur súla með myndastyttu af »Voriinni« eftir Thorvaldsen.
Vjer höfum hjer að framan drepið á nokkur af vís-
indalegum afreksverkum Al. v.- Humboldts, það mundi
verða of langt mál að greina ítarlega frá hinu einstaka.
?að mun óhætt að fullyrða, að enginn einstakur maður
hefur beinlínis og óbeinlínis haft eins mikil áhrif á vísinda-
lífið í heild sinni á fyrri hluta 19. aldar eins og Hum-
boldt, einmitt á þeim tíma þegar alt var f gróanda og
undirstöðurnar voru lagðar til yfirgripsmeiri þekkingar á