Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 41
Alexander von Humboldt
4i
eðli jarðarinnar. Humboldt var svo fjölhæfur, að það var
sagt um hann, að hann einn væri á við heilt vísindafje-
lag (akademí), en sakir frægðar sinnar og álits hjá vald-
höfum þeirra tíma og hjá öllum stjettum mannkynsins
gat hann oft einn komið meiru til leiðar en mörg vísinda-
fjelög og varð þannig frömuður margra vísindalegra fyrir-
tækja og stofnana og stuðningsmaður fjölda gáfaðra,
ungra vísindamanna, er seinna gerðu heiminum mikið
gagn, enda var það yndi hans og ánægja að koma dug-
legum vísindamönnum á framfæri og útvega þeim viður-
kenningu. Vjer Islendingar höfum lítið fengist við nátt-
úruvísindi, en þó hafa ýmsir á meðal vor lært að dást
að Alexander von Humboldt og elska minningu hans.
Vjer hinir ystu útverðir hins germanska þjóðflokks ættum
því líka, eins og hinar suðrænu frændþjóðir, hinn 14. sept.
1919 að minnast þessa ágætismanns; hann var ekki að-
eins mikill vísindamaður, heldur líka fyrirmynd í frjáls-
lyndum hugsunarhætti og ljúfmensku við alla, hann elsk-
aði allar góðar taugar mannkynsins og hefur haft meiri
áhrif á menningarþroska 19. aldar en flestir aðrir.
Natalie Zahle.
»Midt under min Stræben for at tilföre Bar-
net, den unge Pige, den vordende Lærerinde
rige og sikre Kundskaber, udvikle hos hende
en klar Tankegang og alvorlig Virkelyst, har
jeg aldrig tabt mit Hovedformaal af Sigte:
Hjertets Renhed og Viljens Styrke.«*)
Natalie Zahle.
í einum af hinum fegurstu lystigörðum Kaupmanna-
hafnar, Orstedspark, er steinstöpull með brjóstmynd af
*) Islensk þýðing: I allri viðleitni minni til að veita barninu,