Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 43
Natalie Zahle
43
gáfuð og vel að sjer. Sjera Zahle var vel hagmæltur og
hefur ort ýrnsa fallega sálma. Einn af sálmum hans er
æfinlega sunginn í Vartov kirkju í Kaupmannahöfn á af-
mælisdegi siðbótar Luthers 31. október. Pau hjón eignuð-
ust fjögur börn, tvö af þeim dóu sem hvítvoðungar, en
tvö komust til fullorðins ára, Christian og Natalie. Christian
Zahle sat nokkur ár á þingi Dana og þótti dugandi
maður. Hann dó 1898.
Frú Zahle var mjög heilsuveik síðustu ár æfi sinnar;
hún varð aldrei söm eftir að hún átti Natalie. Önnur
mjöðmin fór úr liði við fæðinguna og varð frúin síðan að
ganga við hækju. Par við bættist að hún fekk brjóst-
veiki, og varð sá sjúkdómur banamein hennar.
Prátt fyrir þessi veikindi stjórnaði frú Zahle heimili
sínu með frábærri snild. Hún vissi um alt, sem gerðist
bæði inni og úti. Vinnufólkið ráðgaðist við hana um alt.
Hún bar móðurlega umhyggju fyrir öllum, sem voru hjá
henni, og var bæði trygg og hjálpsöm.
Sjera Zahle var svo hugfanginn af konu sinni, að
hann gat varla án hennar verið. Pegar hann var heima,
sat hann jafnan hjá henni með vinnu sína. Allar ræður
sínar skrifaði hann við hliðina á henni, og las þær upp
jafnóðum, og ef hún vildi láta breyta einhverju í þeim,
þá tók hann það æfinlega til greina.
Fagrar endurminningar er óefað það dýrmætasta,
sem foreldrar geta gefið börnum sínum í arf, og þann
fjársjóð fekk Natalie í heimanmund; endurminningin um
ástúð þá og nærgætni, sem foreldrar hennar sýndu hvort
öðru, fylgdu henni alla æfi, lík björtum sólargeisla, sem
vermir og lýsir.
Árið 1836 gerði Friðrik 6. sjera Zahle að hirðpresti
sínum. »Nú ert þú orðin hirðprestur, Misse«, sagði
sjera Zahle í gamni við konu sína, þegar hann frjetti, að
hann hefði fengið veitingu fyrir brauðinu. Nú stóð það