Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 44
44
Ingibjörg Ólafssoi
til að þau flyttu til Kaupmannahafnar, en það átti öðru
vísi að verða.
Frú Zahle hafði verið sárlasin lengi og það dró meira
og meira af henni. Fyrsta sunnudag í föstu átti sjera
Zahle að prjedika í Hallarkirkjunni; hann spurði læknir-
inn, hvort hann ætti að þora að fara, því hann var svo
hræddur um, að konan sín mundi deyja á meðan. Lækn-
irinn rjeð honum til að fara. En dauðann bar bráðara
að, en útlit var fyrir; þegar sjera Zahle kom heim um
kvöldið, var hún látin.
Sjera Zahle var alveg úrvinda af sorg, því hann var
mikill tilfinningamaður. Hann vakti alla nóttina yfir lík-
inu og grjet sáran. Þá nótt dreymdi Natalie draum, sem
hún segir frá á þessa leið: »Jeg þóttist sjá fagran aldin-
garð á milli himins og jarðar og lá stigi upp til hans.
Móðir mín stóð í efsta þrepinu og tók í móti föður mín-
um, sem var að fara upp stigann. Pegar hann var kom-
inn upp til hennar, litu þau brosandi niður til okkar bróð-
ur míns; hann var að byrja að fara upp neðstu tröpp-
urnar, en jeg stóð fyrir neðan stigann. Alt í einu lyftist
stiginn upp og jeg stóð ein eftir«.
Pessi draumur rættist fljótlega. Á páskadaginn næst-
an eftir lát frú Zahle, prjedikaði sjera Zahle með miklum
erfiðismunum í Hallarkirkjunni og lagðist síðan veikur.
Fjórum dögum eftir var hann liðið lík. Á skritborðinu
hans fundust fögur skilnaðarljóð, sem hann hafði ort um
konu sína, rjett áður en kallið kom til hans.
Nú voru þau Natalie og Christian foreldralaus, hún
9 ára og hann 11.
Christiáni var komið fyrir á lærðaskólanum á Herlúfs-
hólmi. Friðrik 6. gaf með honum. Natalie flutti til
Hafnar til foreldra móður sinnar; drotningin gaf henni
skólapeninga, en afi hennar og amma fæddu hana og
klæddu.