Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 45
Natalie Zahle
45
Natalie leið vel hjá þeim og þau voru henni fjarska
góð, en það særði Natalie oft, að amma hennar ljet
stundum á sjer skilja, að alt það, sem gott var í upplagi
hennar, væri arfur frá dóttur sinni, en það, sem miður
mætti fara, frá sjera Zahle.
Árið 1839 dó amma Natalie. Pá kom afi hennar
henni fyrir hjá Eschricht prófessor í náttúrufræði. Frú
Eschricht var þýsk og var því jafnan töluð þýska á
heimilinu; frú Eschricht var gáfuð kona, en mjög ströng.
Einu sinni hafði Natalie orðið á að segja ósatt; hún hafði
verið spurð, hvort hún hefði komið nógu snemma í skól-
ann og því hafði hún svarað játandi. Henni var refsað
með því, að hún var látin borða standandi í þrjá daga
við allar máltíðir, jafnvel þó gestir borðuðu með. Natalie
þótti vænt um frú Eschricht, því frúin var góð við hana,
og áleit það skyldu sína að ala hana vel upp; en barnið
þráði móðurlega ástúð, því kærleikurinn er barnshjartanu
jafnnauðsynlegur og sólarylurinn blómunum, en það skildi
frú Eschricht ekki.
Frú Eschricht var mjög trygg, en seintekin; eftir því
sem árin liðu, tók hún meiri trygð við Natalie, og
skömmu áður en hún dó (1878), sagði hún í brjefi til
Natalie, að sig langaði mest til að deyja hjá henni.
Eschricht prófessor var ágætismaður; Natalie bæði
elskaði hann og virti. Pegar Natalie flutti frá þeim hjón-
um, skrifaði hann þessi orð í minnisbók hennar: »Dæmdu
sjálfa þig harðara en aðra. Spurðu sjálfa þig á hverju
kvöldi, hvort þú hafir varið þessum degi til þess að
verða skynsamari og betri. Vendu þig á að finna mesta
gleði í vinnunni. Hlustaðu aldrei á ljettúðugt skraf.
Óttastu meira smjaður en ávítur. Pegar þú talar um
aðra, skaltu hugsa þjer, að sá, sem þú talar um, hlusti á
orð þín.«
Natalie var fermd 1842 í Hallarkirkjunni. Hún var í