Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 46
46
Ingibjörg Ólafsson
svörtum kjól með franskt sjal á herðum eins og þá tíðk-
aðist. Á þeim árum var lítið um fermingargjafir. Pegar
frú Eschricht fóstra hennar sá, að hún hafði ekki fengið
svo mikið sem nælu, tók hún brjóstnálina sína af sjer og
gaf Natalie hana.
Skömmu eftir ferminguna gerðist Natalie heimilis-
kennari á Jótlandi. f*ar var hún í tvö ár. Síðan flutti
hún til Nýjuborgar á Fjóni og var heimiliskennari þar í
þrjú ár. Paðan flutti hún til Hafnar í þeim tilgangi að
menta sig betur, svo hún gæti stofnað skóla og stjórnað
honum. Hún gekk á hinn svokallaða »Höjere Dannel-
sesanstalt for Damer«, eins konar kennaraskóla. Ear
lærði hún tungumál, veraldarsögu, bókmentasögu, nátt-
úrufræði og uppeldisfræði. Eftir þriggja ára nám tók hún
próf með fremur góðri i. einkunn. Margir höfðu búist
við, að hún fengi ágætiseinkunn, en hún eyddi svo mikl-
um tíma í að byggja loftkastala um, hvernig skóla fyrir-
komulagið ætti að vera, og hvað hún vildi gera, þegar
hún væri orðin forstöðukona, svo skólinn gæti haft vekj-
andi, mentandi og göfgandi áhrif á nemendur sína, að
hún gleymdi oft að lesa það, sem henni var sett fyrir.
En margir af þessum draumum hennar rættust, því
hún hafði bæði einbeittan vilja og þolgæði, tveir ómiss-
andi eiginleikar öilum þeim, sem ekki láta sjer nægja
draumóra eina, en setja sjer takmark, sem þeir vilja ná.
Á meðal skólasystra Natalie voru tvær prestsdætur
frá Horsens, Ulrikka og Hedvig Rosing. Natalie og Ul-
rikka urðu brátt vinstúlkur, og hafði sú vinátta mikla
þýðingu fyrir Natalie. »Ulrikka hafði mikil og blessunar-
rík áhrif á mig,« segir Natalie í æfiágripi sínu, »hún
glæddi trúarlíf mitt og vakti löngun hjá mjer til þess að
lesa í Biblíunni, hún fekk mig til þess að fara í Vartov
kirkju og hlusta á Grundtvig*.
Á þeim árum var Grundtvig enn ern og prjedikaði