Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 50
5°
Ingibjörg Ólafsson
vig í þessu; hún áleit að það væri nauðsynlegt að nota
kenslubækur til stuðnings, og að nemendur gerðu grein
fyrir því, sem þeir höfðu lært, og að gefnar væru ein-
kunnir.
Pað var einnig skoðun Grundtvigs, að allir skólar
ættu að byggjast á kristilegum grundvelli, og að kenn-
ararnir ættu að vera trúaðir menn, sem gætu leiðbeint
nemendunum í andlegum efnum. Mannkynssöguna áleit
hann vera þá námsgrein, sem mesta rækt ætti að leggja
við, og að kennarinn ætti að leggja stund á að gera
kenslustundirnar skemtilegar, og að hver tími ætti að
byrja og enda með söng.
I öllu þessu var Natalie Zahle samdóma Grundtvig.
Hún gerði sjer mikið far um að fá trúaða menn og kon-
ur til þess að kenna við skólann, en þó var hún ekki
þröngsýnni í þessum efnum en svo, að Georg Brandes
hjelt um eitt skeið fyrirlestra hjá henni.
Jafnframt því að N. Zahle stjórnaði barnaskólanum í
Krónprinsensgötu, hafði hún dálítinn kennaraskóla. Hún
undi því ekki að vera einungis barnakennari, því það var
takmark hennar frá því fyrsta að menta fullorðnar stúlkur,
svo þær gætu orðið duglegar kenslukonur.
Brátt fjölgaði nemendunum bæði á kennaraskólanum
og í barnaskólanum, svo hún varð að færa út kvíarnar.
Með hjálp góðra manna leigði hún stórt hús við Gömlu-
strönd, nr. 48; þar var hún i rúm 20 ár, þá var hún búin
að losa sig úr öllum skuldum og orðin svo efnuð, að
hún gat látið byggja hinar veglegu skólabyggingar í
Linnésgötu og Nörrevold.
N. Zahle hafði alveg einstaka hæfileika til að ná í
góða kennara. Fjölda margir nafnkendir menn og konur
hafa kent hjá henni og aukið frægð og frama skólans.
Hinn nafnkendi lýðháskólastjóri dr. Jens Nörregárd
frá Thestrup, kendi hjá fröken Zahle í 5 ár. Hann áleit