Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 52
52
Ing'ibjörg Ólafsson
kennurunum við skólann; þeir voru stundum 30—40 og
enda fleiri.
Pað liggur í augum uppi, að það var engum meðal-
manni fært að hafa aðalstjórnina á hendi, en Natalie
Zahle fórst það svo snildarlega, að það mun seint gleym-
ast í Danmörku.
Ein af konum þeim, sem var hægri hönd hennar í
mörg ár við stjórn skól-
ans, Henriette Skram,
hefur ritað ágæta lýs-
ingu af fröken Zahle í
bók þeirri, sem nefnd
er í neðanmálsgrein hjer
að framan.
Henriette Skram
gekk fyrst í skóla hjá
Susette Dalgas (systur
Dalgasar hins fræga,
sem ræktaði Jótlands
heiðar). Susette var af-
arkát og falleg, sagði
skemtilega frá og söng
mæta vel. Börnin þúuðu
hana og kölluðu hana
Susette, en þau hlýddu
henni af því þau elskuðu hana. Susette fór alveg eftir
skólahugmyndum Grundtvigs, gaf engar einkunnir og öll
kensla hennar var einskonar leikur. Skömmu eftir að
Natalie Zahle hafði tekið að sjer skólann í Krónprinsens-
götu, giftist Susette og hætti-að kenna. Sumum af börn-
unum, sem höfðu verið hjá henni, var komið fyrir hjá
Natalie Zahle, þar á meðal var Henriette Skram. í fyrstu
vildu skólabörn þau, sem komu frá Susette, ekki þýðast
Natalie Zahle. Þau gerðu næstum því uppreisn gegn
Natalie Zahle, á sjötugs aldrir