Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 53
Natalie Zahle
53
henni. Hún var ekki eins falleg og Susette og ekki eins
kát. Pau urðu að þjera hana og kalla hana »fröken«.
Hún gaf einkunnir á hverjum degi og þau urðu að skila
lexíum! Pað var ljóta hörmungin að vera í slíkum skóla !
En svo fór um sjóferð þá, að áður en árið var liðið,
þótti þeim eins vænt um fröken Zahle og þeim hafði þótt
um Susette. Henriette Skram segir mjög skemtilega frá
þessu stríði og hvernig fröken Zahle tókst að vinna ást
þessara barna.
Fröken Zahle veitti óvanalega ljett að hrífa nemend-
ur sína með fyrirlestrum sínum og upplestri. »Engan
hef jeg heyrt segja eins fallega Islendingasögur og hana.«
hef jeg heyrt eina af nemendum hennar segja, »það var
alt svo lifandi fyrir hugskotssjónum okkar, við sáum
Gunnar, og Skarphjeðin, Gunnlaug og Helgu og grjetum
yfir þeim«.
Einu sinni las hún upp kvæði eftir Oehlenschláger
um danska skáldið Ewald. Börnin urðu svo hrifin, að
þau skutu saman nokkrum krónum og keyptu krans, sem
þau lögðu á gröf Ewalds morguninn eftir, áður en þau
fóru í skólann.
Fröken Zahle kendi sjálf trúfræði við skólann og
lagði mikla rækt við þá námsgrein. Hún hjelt svo
skemtilega og fróðlega fyrirlestra í trúfræðistímunum, að
nemendurnir keptust hver við aðra að lesa í Biblíunni.
1 mörg ár hjelt fröken Zahle á hverju föstudagskvöldi
biblíutíma fyrir nemendur skólans og vini, og hafa þeir
orðið mörgum til blessunar. sJeg bar ekki einu sinni
virðingu fyrir guðs orði, þegar jeg kom til hennar«, hef
jeg heyrt eina af kenslukonum þeim, sem lærðu hjá henni,
segja, >en hún kendi mjer að trúa og treysta guði«.
Margt nafnkent fólk, bæði innlent og útlent, heim-
sótti fröken Zahle til þess að sjá skólann og kynnast
henni. Björnstjerne Björnson bjó stundum hjá henni með