Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 57
Sambandslögin 1918.
Tímamót. Verkefni Islendinga.
57
I.
Gleðileg' málalok. Nú verður ísland frjálst og full-
valda ríki og í fyrsta sinn á æfinni konungsríki.
Pað gleður flesta Islendinga og öflugan meiri hluta
manna hjer í landi.
fetta er í fyrsta sinni að nokkur allmikils megandi
þjóð lætur af frjálsum vilja og óneydd aðra þjóð miklu
minni og fátækari fá fult frelsi og fullveldi. Sökum þess
verður atburðar þessa einkum getið í sögu mannkynsins.
Og þetta hefur orðið á hinum verstu tímum, þá er
stórþjóðirnar allar, hinar svokölluðu »miklu menningar-
þjóðir,« berast á banaspjót og verja öllu viti sínu, kröft-
um og kunnáttu til þess að eyðileggja hver aðra.
Aðfarir einstakra þjóða eru ólíkar sem aðfarir ein-
stakra manna. Málalok þessi eru báðum þeim þjóðum
til sæmdar, sem hlut eiga að máli. Á þessum vandræða-
tímum hafa þær á friðsamlegan hátt komið skipulagi á
það, sem þeim bar á milli. Petta er þeim og öllum nor-
rænum þjóðum til sæmdar. Aðrar eru aðfarir þjóðanna
á Balkanskaga, er ágreitiingur rís á milli þeirra. Hið illa
ófriðarástand gat eigi spilt málalokum milli Dana og ís-
lendinga ; heldur hefur það að líkindum flýtt dálítið fyrir
þeim. Mál þetta var komið mjög vel á veg í Kaup-
mannahöfn, þótt það væri ekki kunnugt á íslandi. Engu
að síður var það hið mesta happ og hamingja fyrir ísland,
að eignast nú forsætisráðherra svo góðgjarnan mann og
vitran, gætinn og laginn, staðfastan og stiltan og verk-
sjeðan sem Jón Magnússon. Pað er ávalt óheppilegt
fyrir ísland, þá er einhver maður verður ráðherra, sem er
eigi þeim vanda vaxinn, en sjaldan hefði það verið skað-