Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 58
58
Sambandslögin 1918
legra en einmitt nú, ef slíkur maður hefði orðið forsætis-
ráðherra. Enginn ráðherranna hefur flutt hjer málefni
Islands betur en Jón Magnússon, og hefur þó landið
átt áður ráðherra, sem hefur flutt þau mjög vel.
Þá er sambandslögin voru birt hjer í blöðunum,
sendi jeg þau þremur íslendingum fyrir vestan haf. Jeg
hef fengið svar frá einum þeirra, og segir hann svo:
»Málalokin gleðja mig innilega, og hvorki eiga landar
okkar drengskap nje rjettlætistilfinningu, ef þeir meta nú
ekki höfðingslund Dana að verðleikum«. Svona lítur Is-
lendingur þessi á mál þetta. Hann hefur lengi dvalið í
öðrum ríkjum og sjeð, hvernig hinar minni þjóðir víða um
heim eru enn þann dag í dag kúgaðar af hinum meiri,
ekki minna en átti sjer stað á Islandi á 17. öld.
Jeg efast ekki um, að margir íslendingar munu líta
líkt á mál þetta sem maður þessi, en sumir líta þó öðru-
vísi á það. Fyrir skömmu átti jeg tal við einn ungan
mann af íslandi, og sagði hann svo: »Já, ekki held jeg
jeg þakki Dönum fyrir þetta. Pað var ekki annað en það,
sem þeir voru skyldugir að gera«.
»Haldið þjer að þjóðirnar sjeu fúsari á að gera skyldu
sína hver gagnvart annari en einstakir menn?«
Jeg fekk ekki svar. Um það hafði hann aldrei
hugsað.
Jeg benti þá á, að þetta væri í fyrsta sinn, svo
kunnugt væri, að stærri þjóð hefði óneydd gert skyldu
sína í slíku máli gagnvart miklu minni þjóð á síðustu 6000
árum, eða með öðrum orðum, síðan-sögur hófust. Á ís-
landi væru menn taldir yfirleitt ekki tiltakanlega skyldu-
ræknir, en þó þætti mönnum þar vænt um, ef menn
gættu vel skyldu sinnar, þótt að eins um dagleg verk
væri að ræða. Húsbændum þætti vænt um, er þeir hefðu
skyldurækin hjú, og flestum þætti vænt um, er embættis-;
menn ræktu vel skyldu sína eða aðrir menn í þjónustu