Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 60
<>© Sambandslögin 1918
Óskandi væri, að dæmi þetta hefði góð áhrif á stór-
veldin.
í>á er um önnur ríki er að ræða, hefur málefni þetta
eðlilega vakið mesta athygli meðal frændþjóða vorra í
Noregi og Svíþjóð. Par hefur flestum þótt vænt um að
samningarnir gengu vel og sættir komust á; hafa mörg
hin helstu blöð bæði í Noregi og Svíþjóð látið í ljós
ánægju sína útaf því. Að eins hefur kveðið gjörsamlega
við annan tón meðal nokkurra manna í Noregi, og munu
þeir flestir vera úr flokki hinna svonefndu málþrefs-
eða mállýðskumanna. Peir þykjast.vera mjög norskir
eða norrænir í anda og vinir íslendinga og Færeyinga.
Sumir þeirra munu og vera það af einlægum hug, rjett
eins og margir aðrir menn á Norðurlöndum; en vinfengi
sumra þeirra er áreiðanlega algjörlega sömu tegundar sem
vinfengi Ólafs konungs Haraldssonar og Hákonar konungs
hins gamla Hákonarsonar var fyr á tíðum til íslendinga.
Peir vilja fyrst og fremst að skilnaður verði milli Dan-
merkur og Islands, og að Island síðan sameinist Noregi,
og' verði undirland Noregs, eða skattland samkvæmt
gamla sáttmála, eða norskt fiskiver svo sem Finnmörk
eða Hálogaland. Menn þessir kalla ísland »norskt land«
við hvert tækifæri, rjett eins og Hans Reynolds í bók
sinni um ísland (»Island hos gammelt norsk folk«.
Kristiania 1907). Islendinga sögur, svo sem Egils sögu,
Eyrbyggju, Grettis sögu og aðrar ættarsögur vorar, segja
þeir vera »gömul norsk rit,« »gamal-norske bokverk.«
Á síðustu 11 árum hafa þeir þýtt nokkrar þeirra og segi-
ast þeir »umsetja« þær »frá gamalnorsku á nýnorsku*.
Islenska tungu vilja þeir eigi nefna, og íslenskar bók-
mentir kannast þeir eigi við og eigi heldur neina íslenska
þjóð. Alt íslenskt, bæði gatnalt og nýtt, á að vera norskt
eftir kenningu þeirra. Svona einhliða eru nú þessir frænd-
ur vorir í Noregi gagnvart oss íslendingum, og þá er