Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 61
Undirtektirnar í öðrum ríkjum
61
ekki að vænta, að þeir vilji fremur viðurkenna þjóðerni
eða tungu Færeyinga.
þeir, sem þekkja hugsunarhátt þessara manna, geta
skilið, hve þeim hefur í raun og veru gramist, að samn-
ingar og sættir skyldu komast á meðal Islendinga og
Dana, þótt þeir hefðu ekkert látið uppi um það. En nú
hafa tveir þeirra eigi getað á sjer setið, heldur kveðið
upp úr með reiði sína í Gulatíðindum, hinn 30. júlí
°g 6. ágúst, blaði málþrefsmanna. Fyrri greinin er rit-
stjórnargrein og mun því vera eftir Lavik ritstjóra, en
hin er eftir mann, er heitir Einar Sagen. Ritstjórnar-
greinin rangfærir fyrst samninginn, og segir síðan til að
æsa íslendinga, að þeir sjeu lítilþægir. Sagen segir hreint
og beint, að samningarnir hafi verið vonbrigði fyrir þá
flokksmenn, og mun enginn, er til þekkir, efast um það.
Hann rangfærir samninginn og fer hæðilegum orðum um
oss íslendinga, en eggjar oss þó og smjaðrar fyrir oss í
öðru orðinu. Hann vill að Island skilji við Danmörku og
gerist þjóðveldi. Biður hann Islendinga að hugsa um,
hve miklu blóði og fje Belgía hafi fórnað fyrir sjálfstæði
sitt, rjett eins og Danir hefðu farið eins að með ísland
eins og Pjóðverjar með Belgíu!
Til þess að reyna að æsa Islendinga upp og koma
af stað sundrung, hefur ritstjórn Gulatíðinda sent íslensk-
um blöðum greinar þessar; hefur Morgunblaðið birt laus-
lega þýðingu af þeim, og skal því eigi skýrt hjer nánar
frá efni þeirra. En hins vegar má minna á það, að þá
er Norðmenn skildu við Svía 1905, þótti þeim eigi ráð-
legt að setja á stofn þjóðveldi, af því að þeir töldu
sig eigi færa um það, og mun Einari Sagen vera það
kunnugt. Pó ræður hann Islendingum til þess, þrátt fyrir
það, þótt þeir sjeu nálega 30 sinnum fámennari og að
meðaltali hver maður miklu fátækari en hver Norðmanna.
Er af því auðsætt, hvernig hann hugsar sjer að fari fyrir