Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 62
62
Sambandslögin 1918
íslandi. Hann segir að vísu, að lega landsins hafi enga
þýðingu í sjóhernaði, en það er algjörlega rangt. Frá ís-
landi má ráða yfir siglingum um norðurhluta Atlantshafs,
ef þar væri mikill floti og flotastöðvar; hafa menn sjeð
þetta fyrir löngu.
Ef ritstjóri Gulatíðindanna og hr. Einar Sagen eru
þeir vinir Islands, sem þeir þykjast vera, ættu þeir að
mótmæla því, að íslenskar bókmentir sjeu í Noregi kall-
aðar »norskar«, eins og »Det norske samlaget« gerir;
en vjer höfum ekki orðið varir við, að þeir hafi gert það.
f*að er mál til þess komið, að málþrefsmennirnir í Noregi
leggi niður þennan ójafnað sinn gagnvart Islandi. Eeir
mega vita það, ef þessu heldur áfram, að íslendingar
munu kunna að meta gjörðir þeirra, rjett eins og gjörðir
hörmangaranna fyr á tíðum.
Jeg man eftir því, að jeg eitt sinn hitti norskan lýð-
háskólastjóra í Friðriksborgar lýðháskóla, þjóðkunnan
mann og góðan kennara. — Jeg hafði sjeð hann áður í
Askov. — Hann spurði mig sama dag á þjóðsafninu í
Friðriksborgarhöll, hvernig gengi með skilnaðinn milli ís-
iands og Danmerkur og hvort skilnaðurinn yrði eigi bráð-
um. Jeg sagði, að enginn skilnaður yrði. »Saa kommer
da Island ikke under Norge«, sagði hann, og kvað það
leiðinlegt. Jeg sagði honum þá, að íslendingar vildu ekki
vera undir Noregi, og jeg reyndi að segja það á þann
hátt, að honum skyldi verða það minnisstætt. Þeir, sem
kynnu að hugsa um skilnað, gerðu það ekki til þess að
komast undir Noreg eða nokkurt annað ríki.
Nú eru hjer um bil io ár liðin síðan og á þeim hafa
allmargir Islendingar gengið í lýðháskóla þessa manns í
Noregi. Fyrst framan af reyndi hann að telja hina ís-
lensku námsmenn á að best væri fyrir Island að skilja
við Danmörku og sameinast Noregi. En er hann sá og
sannfærðist um, að íslendingar vildu eigi sameinast Nor-