Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 63
Viðsjáverðir vinir
63
egi, tók hann að telja þá á að best væri fyrir ísland að
skilja við Danmörku og vera þjóðveldi.
Lýðháskólastjóri þessi er svo vel að sjer og svo vel
viti borinn, að hann hlýtur að geta sagt sjer það sjálfur,
að svo fámenn þjóð sem íslendingar eru eigi færir um,
svo að vel fari fyrir þeim, að vera sjerstakt ríki, eins og
ástandið er í heiminum, og að þá vantar menn til þess.
Hann hlýtur að vita, að stundum hafa Norðmenn jafnvel
eigi einu sinni átt það mannval, að þeir hafi getað skip-
að vel öll stjórnarsæti sfn, og er þó ólíku saman aö
jafna þjóð, sem er nálega þrjár miljónir, og þjóð, sem telur
að eins 90 þúsundir.
Pó gefur hann þessi Lokaráð.
í*að er leitt að sjá þjóðrembing og þjóðareigingirnd
fara svona með góðan og merkan kennara. í stað þess
að reyna að vekja úlfúð á milli norrænna þjóða, ættu
menn að efla samúð og vináttu á milli þeirra.
Vjer Islendingar berum margir hlýjan hug til Norð-
manna, og viljum gjarnan bera það hugarþel til þeirra
framvegis eigi síður en til annara norrænna þjóða. En
vjer finnum vel hvað að oss snýr, og að slíkar aðfarir
verða engum til góðs. Vjer höfum lengi látið þetta óátal-
ið, en nú mátti það eigi vera óvítt lengur.
Ekki einn einasti íslendingur með fullu viti vill, að
Island komist undir eða sameinist Noregi aftur. Vjer
vonum að málþrefsmennirnir skilji þetta og lofi oss ís-
lendingum að vera f friði.
III.
Jafnrjetti. I 6. grein sambandslaganna er ákveðið,
að danskir ríkisborgarar njóti að öllu leyti sama rjettar á
Islandi sem íslenskir ríkisborgarar fæddir þar, og að íslensk-
ir ríkisborgarar njóti að öllu leyti sama rjettar í Dan-