Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 65
Jafnrjetti
*>5
Dana, hefur stungið upp á því, að Islenditigar skyldu eigi
njóta jafnrjettis við Dani í Danmörku. Peir vilja hafa þar
allan rjett jafnan við Dani, og 1909 vildu þeir einnig hafa
einkarjettindin framyfir þá við háskólann í Kaupmanna-
höfn; íslendingar þessir vilja því eigi láta Dani fá neinn
rjett á móti jafnrjetti í Danmörku. Peir vilja láta þá hafa
sama rjett á Islandi sem t. a. m. Englendinga og Pjóð-
verja, eða Tyrki og Rússa, þótt íslendingar njóti eigi
jafnrjettis í þeirra löndum. Þetta er nú það, sem þessir
menn kalla rjettlæti eða jafnrjetti gagnvart Dönum. Pað
er hnefarjetturinn gamli, stórveldarjetturinn, hin gamla
rjettarskoðun, sem þarf að breyta.
Rjett eins og margir hægrimenn vilja eigi enn veita
íslandi fullveldi, vilja menn þessir eigi heldur sýna sam-
bandsmönnum sínum jafnrjetti, nje veita þeim samskonar
rjett á íslandi, sem þeir vilja sjálfir eiga í Danmörku.
• Óhæfileg þjóðareigingirni ann eigi öðrum
þess, sem hún heimtar handa sjálfri sjer«, segir Svein-
björn Sveinbjörnsson, yfirkennari í Árósum, skarpskygn
maður og frjálslyndur, um hægrimenn þessa (sjá tímaritið
»Ret« 14 árg., bls. 169). Orð hans jsannast einnig á
sumum íslendingum.
Stórveldismennirnir (Imperialistarnir) og þjóðrembings-
mennirnir (Chauvinistarnir) eru alla jafnan einhverjir hinir
mestu ójafnaðarmenn í hvaða landi sem er. Af þeirra
völdum eru mest hörmungar þær, sem nú ganga yfir
mannkynið. Þeir kunna sjer ekki hóf.
Fæðingarrjetturinn er mismikill í löndunum. í sum-
um er hann lítill, en í sumum mikill, og sumstaðar sama
sem enginn.
Á Islandi er atvinna öllum frjáls án tillits til þjóð-
ernis. Þar er fæðingarrjetturinn lítill. Rjettindi þau, sem
við hann eru bundin, er að eins framfærslurjettur og
veiðirjettur í landhelgi, (sbr. Lárus H. Bjarnason í Eim-
5