Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 66
Sambamislögin 1918
66
reiðinni í ár). Danir íiska sama sem ekkert við ísland,
og hvaða þýðingu hefur framfærslurjettur fyrir þá á Is-1
landi?. Allir Danir, sem eru fátækir, geta fengið ellistyrk
í sínu eigin iandi, sem er margfalt meira verður en sveita-
styrkur á íslandi.
Með verslunariögunum 1854 var ætlast til þess, að
landsmenn einir og Danir hefðu rjett til þess að reka
fasta verslun á Islandi án búsetu innanlands. Pað var
skammsýni dönsku stjórnarinnar, að búseta var þá eigi
gerð að skilyrði fyrir því, að reka fasta verslun á Islandi
og var það kaupmönnum að kenna.—Pá er Færeyingar
árið eftir fengu verslunarfrelsi, hafði stjórnin sjeð sig um
hönd. — En meðfram vegna þessa hafa íslendingar í
seinni tíð haldið lítið uppi þessum rjetti Islendinga og
Dana á Islandi, og eigi gætt þess vel, er Pjóðverjar og
Skotar tóku fyrst að setja fasta verslun á íslandi, hvort
kaupmenn þeir væru búsettir þar eða eigi. En af því
leiðir, að slíkt geta bæði Danir og aðrar þjóðir gert, þótt
eigi sjeu þær búsettar á íslandi, og veitir grein þessi í sam-
bandslögunum því eigi Dönum sjerstökhlunnindi í þessu tilliti.
Hið sanna er að íslendingar hafa eigi gætt fæðingar-
rjettar síns neitt tiltakanlega vel gagnvart þjóðum úr öðr-
um ríkjum, þótt þeir hafi skrafað töluvert um hann gagn-
vart Dönum. Eitt sinn vildu nokkrir íslendingar selja
enskum botnvörpungum landhelgina fyrir suntian mestalt
Island, Skaftafellssýslur, og átti upptökin að því sá mað-
ur, sem einna hæst hefur látið um »þegn a-ój ö fnu ð«.
Hann hefur þó farið land úr landi til þess að manga
og pranga með fossa landsins. Hann hefur og verið að
bjóða höfuðból á íslandi til kaups suður í stórveldunum.
Hann hefur gert fleira þvílíkt í auðsæjum tilgangi, og hefur
þá hugsað lítið um fæðingarrjett landsmanna og efnalegt
sjalfstæði.
En í stjórnarskipunarbaráttunni hafa nokkrir menn