Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 67
Fæðingarrjettur
látiö svo sem Danir ætluöu að sölsa undir sig öll hlunn-
indi landsins og aö íslandi væri af því hætta búin. Sum-
ir hafa gert þetta til þess að leiða athygli manna frá
fossamanginu, aörir til þess að gera sig þjóðiega, — því
sumum þykir þaö þjóðlegt að skamma Dani, — og sumir
af einfeldni og fávisku. En alt þetta skraf hefur glapið
sýn fyrir mörgum fáfróðum mönnum.
Danir hafa eigi eyðilagt þjóðerni Islendinga á allri
hinni langvinnu niðurlægingar og vanmáttar tíð landsins.
Peir hafa eigi heldur sölsað utidir sig hlunnindi landsins,
og þeir »sækja lítt í matarholur vorar«, eins og Lárus
H. Bjarnason segir. Af þeim stendur íslandi síst nokkur
hætta, eins og hugarþel flestra þeirra er nú til Islands.
I fossamálið eru nokkrir Danir komnir upphaflega af
völdum íslendings eins, sem annars hefur borið þeim á
brýn, að þeir gerðu ekkert til þess að koma Islandi áfram,
og stundum sagt, að betra væri fyrir Island að vera í
sambandi við stórveldi. Hann kom fossafjelagi á í Noregi
og fekk fang á nokkrum fossum handa því. En Norð-
menn og maður þessi fengu Dani með sjer í fjelagsskap-
inn. Svo reyndist fossaiðnaðurinn mikli við Kjukanfoss í
Noregi borga sig illa, vildu þá Norðmenn draga sig í hlje
og selja stórþjóðunum fossarjett sinn; en þá tóku Danir
malið að sjer, og var það eigi gert af illum hug til ís-
lands nje af því að fyrirtækið liti gróðavænlega út.
Petta eru upptökin að fossafjelaginu »ísland«. —
I Danmörku aftur á móti eru miklu fleiri rjettindi
oundin við fæðingarrjettinn en á íslandi og í flestum öðr-
um löndum. íslendingar fá öll þau rjettindi, þá er jafn-
rjetti er á milli þjóðanna. feir nota sjer líka þessi rjett-
indi í fullum mæli, eins og eðlilegt er. og geta eigi held-
ur án þeirra verið eins og nú stendur á. íslendingar þurfa
nú, alveg eins og á blómlegustu og bestu árum þjóðar-
innar, að framast í öðrum löndum. En hið undarlega er