Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 68
68
Sambandslögin 1918
einungis, að sumir þeirra vilja eigi kannast viö þetta á
neinn hátt. í Danmörku eru margfalt fleiri íslendingar
en Danir á Islandi, og þó eru Danir 34 sinnum fjölmenn-
ari þjóð en íslendingar. Af þessu má marka, hve miklu
meiri þörf er á jafnrjettinu fyrir íslendinga en fyrir Dani.
í Danmörku dvelur hjer um bil einn af hverjum 90 eöa
einn af hverjum 100 íslendingum, en af Dönum dvelur
tæplega einn maður af hverjum 10000 manna á íslandi.
eöa með öðrum orðum: íslendingar nota í hlutfalli við
fólksfjöldann fæðingarrjett sinn í Danmörku rúmlega 100
sinnum meira en Danir fæðingarrjettinn á íslandi.
Drengur er sá, sem við gengur, segir gamalt mál-
tæki, og hefur það lengi þótt sannmæli á íslandi sem
annars staðar.
í Danmörku fá Islendingar með fæðingarrjettinum
eða jafnrjettinum aðgang að öllum skólum og þeim náms-
styrk, sem veittur er til þeirra, til jafns við Dani. Peir
nota sjer þetta svo tugum skiftir á hverju ári, og styrkur
sá, sem þeir fá, nemur og þúsundum kr. á hverju ári.
Þeir ganga eigi að eins á háskólann, heldur og í land-
búnaðarháskólann, kennaraháskólann, listaskólann (Kunst-
akademiet), tekniska skólann, lýðháskóla. búnaðarskóla,
verslunarskóla, sjómannaskóla, sjúkrahúsin, fæðingarstofn-
unina o. fl. og njóta styrks eða hlunninda í þeim á ýms-
an hátt, ef þeir rækja nám sitt sæmilega. íslensk kenn-
araefni. sem framast vilja á lýðháskólanum í Askov, fá
150 kr. á vetri (þ. e. 25 kr. á mánuði) hjá kenslumála-
ráðuneytinu danska, ef þau sækja um það. í ömtunum
geta íslendingar fengið styrk til þess að ganga í lýðhá-
skóla yfirleitt, en það verður að sækja um það fyrir 1.
maí, er menn vilja ganga í skóla veturinn eftir (vetrar-
lýðháskólarnir byija 1.—3. nóvember). í Noregi og Sví-
þjóð fá íslendingar engan styrk til þess að ganga í lýð-
háskóla.