Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 69
Jafnrjetti
69
Á kennarahaskólanum fá íslendingar kauplausa kenslu
og styrk, venjulega 30x3 kr., og 20 eða 30 kr. til bóka-
kaupa. Sumir þeirra liafa fengið 400 kr., en venjan er að
veita eigi hærri styrk en 300 kr., nema kennararnir eigi
fyrir stórri fjölskyldu að sjá.
Á landbúnaðarháskólanum fá íslendingar kauplausa
kenslu og 50 kr. á mánuði annað árið, er þeir hafa sýnt
þar dug og iðni; en hitt er annað mál, að einstaka ís-
lendingar hafa komið þangað, einkum á árum milli 1880
og 1900, sem hafa kunnað svo Htið í dönsku, að þeir
hafa eigi getað .fylgst með í kenslunni. Af þeirri sök
hafa einstaka menn aldrei getað orðið lærisveinar á skól-
anum nje fengið þar styrk, en þeir hafa þó fengið að
vera í kenslustundunum og hlýða á kensluna (sbr. Oðin
VI. ár 1910, bls. 57).
Enn fremur sækja ýmsir íslendingar til Danmerkur til
þess að framast í ýmsum handiðnu m og hafa sumir þeirra
fengið styrk til þess af dönsku fje, bæði úr ríkissjóði (frá
innanríkisráðaneytinu) og af hinu »Classenska Fideikommis*.
Pá fara og margir Islendingar, ekki síst frá Reykjavík,
til Kaupmannahafnar til þess að skemta sjer, og er gott
fyrir þá að geta notið rjettinda innborinna manna, ef
eitthvað ber útaf.
Margir íslendingar fá og embætti og atvinnu í Dan-
mörku, og eru mikil hlunnindi að því fyrir þá að geta
fengið það, einkum er þeir geta enga atvinnu fengið í
hinu litla þjóðfjelagi á íslandi, þar sem þeir geti notið
hæfileika sinna og sjerþekkingar, svo sem læknar og
ýmsir fleiri. Hafa tiltölulega margir íslendingar í Dan-
mörku verið íslandi einhverjir hinir þörfustu menn, sem
það hefur átt, og því til sæmdar, svo sem Árni Magnús-
son, Jón Eiríksson, Finnur Magnússon, Baldvin Einarsson,
Konráð Gíslason, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson,
Guðbrandur Vigfússon og fleiri.