Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 70
70
Sambandslögin 191S
Af atvinnurekstri í Danmörku hafa einstöku íslend-
'ngar orðið auðugir menn, eins og Sigurður Jóhannesson,
er kom þangað fátækur. Pað er ekki verra að reka at-
vinnu í Danmörku en á Islandi, öðru nær, ef menn hafa
framkvæmd til þess.
Sutnir Islendingar segja, Island fyrir íslendinga
eina, Ef Danir svöruðu því með: Að eins Island
fyrir íslendinga, er enginn efi á því, að íslendingar
hefðu langmestan skaða af þess konar skiftum. Pað mundi
koma hart niður á þeim, ef þeir nytu engra hlunninda í
Danmörku og landinu væri hálfvegis lokað fyrir þeim.
Pað gæti komið þeim í stórvandræði.
Eigingirnd og óvild má ekki gera metin heimska og
blinda.
Alt mál þetta er í raun rjettri ofureinfalt. Ef íslend-
ingar vilja njóta fæðingarrjettar í Danmörku, eiga Danir
að sjálfsögðu að njóta fæðingarrjettar á íslandi. Ef ís-
lendingar vilja ekki að þeir njóti sama rjettar sem þeir á
Islandi, verða þeir að afsala sjer öllum þeim rjetti, sem
fylgir með fæðingarrjetti í Danmörku. Pyngstu skylduna,
herþjónustuna, sem fylgir þar fæðingarrjetti, losna þeir nú
með sambandslögunum algjörlega við, þótt þeir búi í
Danmörku.
IV.
Sjódirnir. Ríkissjóður Danmerkur greiðir tvær mil-
jónir kr. og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að upp-
hæð 1000000 kr.; takmark þeirra- er að styrkja hið and-
lega samband milli Danmerkur og Islands, efla íslenskar
vísindarannsóknir og vísindi og styðja íslenska námsmenn
(14. gr.).
Eetta er eitt af nýmælunum í sambandslögunum og
má margt gott af þessu leiða, ef vel er á þessu haldið.
Ef hálfönnur miljón kr. hefði verið greidd íslandi úr ríkis-