Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 71
Sióðirnir
sjóði, eins og ráðgert var 190S, er hætt við að hún hefði
nú hortið í landssjóðinn og gengið upp í skuldir, og litlar
eða engar menjar sjest eftir hana. Á þessum tímum er
hver miljónin eigi lengi að hverfa, og stundum fer mikið
fje til lítils gagns og jafnvel til ónýtis. Menn munu sjá
það best síðar, þegar að skuldadögunum kemur.
íslendingar eiga það langmest vísindum sínum, sagna-
ritun og öðrum bókmentum að þakka, að þeir hafa verið
viðurkendir sem sjerstök þjóð. Af þeirri viðurkenningu
hefur aftur leitt, að Island fær nú frelsi og fullveldi. P*að
er því harla vel til fallið, að tveir miljónasjóðir sjeu settir
á stofn til þess að efla íslensk vísindi og menningu, og
að annar þeirra er lagður undir háskólann í Reykjavík.
Pann skóla þarf að efla og vanda menn til hans sem
mest, og nú þarf bráðlega að fara að hugsa um að reisa
hús handa háskólanum. Pað má eigi ganga svo til
lengdar, að háskóli íslands eignist ekki sitt eigið hús.
En hvenær sem það verður gert, þarf að gæta þess, að
húsið verði til frambúðar, stórt og vandað, og að grunn-
urinn, þar sem það verður sett, sje svo stór, að hægt
verði að stækka það síðar, eða reisa annað hús hjá því í
viðbót, eftir því sem þört krefur. í háskólahúsinu þarf
meðal annars að vera mikill hátfðasalur, og gæti hann
komið landinu að góðu liði við hátíðleg tækifæri, svo sem
þá er konungur vor kemur til landsins. Pað mætti og
jafnvel ætla honum bústað í háskólahúsinu, er hann dvel-
ur á íslandi, ef nokkur herbergi væru til þess gerð, er
húsið er reist Nú er það tæplega vansalaust fyrir ísland
sem fullvalda ríki, að eiga ekkert hús handa konungi þess,
eða til að halda hátíð í og taka á móti gestum. Gott
háskólahús gæti bætt mikið úr þessu, því að slíkar heim-
sóknir og hátíðir eru mest á snmrum, þá er háskólinn
starfar ekki.
Eftir þessu fáu orð um háskólahúsið vík jeg aftur að