Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 72
72
Sambandslögin 1918
sjóðunum. Ef fyrnefnd ákvæði um þá hefðu eigi verið
sett í sambandslögin, hefði þess líklega orðið langt að
bíða, að íslensk vísindi hefðu fengið slfka sjóði til styrkt-
ar. Nú verður fje þetta sett fast, önnur miljónin í Reykja-
vík, en hin hjer í Kaupmannahöfn, og má auðvitað aldrei
skerða höfuðstóla þessa, en rentunum verður að verja til
þess að vinna að takmarki því, sem fyrir er mælt í sam-
bandslögunum. Ef þeim öllum er eigi varið til þess,
verður að leggja þær við höfuðstólinn.
Ýmsar skoðanir hafa þegar komið í ljós um sjóði
þessa, og er svo að sjá sem sumir ætli, að annan sjóðinn
(þ. e. sjóðinn í Kaupmannahöfn) eigi sjerstaklega að nota
til að styrkja stúdenta >hvar sem vera skal«, en hinn
megi fara með eins og yfirráðendum hans þóknist!
I nefndaráliti alþingis, bls. io, segir, að »raddir hafi
heyrst um það, að Danir gætu notað sjóð sinn beinlínis
oss til óhags*.
Já, svona er góðgirndin!
Ef Danir vildu verja fje sínu til að vinna Islending-
um ógagn, þyrftu þeir eigi að stofna sjóð til þess.
I nefndarálitinu segir einnig, að íslendingar geti kraf-
ist þess, »að stofnskrá Dana um sjóðinn verði í samræmi
við ákvæði 14. gr.« Petta er rjett, og Danir geta krafist
hins sama af íslendingum. Enn fremur segir þar, að
Danir geti farið svo með sitt fje, sem þeim líkar, og ís-
lendingar með sjóð sinn eins og þeim líkar. Petta er
og rjett, ef þess er gætt, að hvorirtveggja verða að verja
fjenu til þess, sem ákveðið er í sámbandslögunum, enda
má sjá, að nefndin hefur haft það í huga. Hún hefur
sjeð að hið eðlilega takmark milli sjóðanna eru landa-
mæri ríkjanna, þ. e. með öðrum orðum: það, sem á
upptök sín á íslandi, verður kostað af sjóðnum í Reykja-
vík, en það, sem á upptökin í Kaupmannahöfn, af sjóðn-
um þar.