Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 73
Sjóðirnir
73
íslendingar munu eðlilega verja rentunum af sínum
sjóði samkvæmt því, sem þörfin krefur á íslandi til þess
að markmiði sjóðsins verði náð, og Danir af sínum sjóði
samkvæmt því, sem þörfin krefur í Danmörku til þess að
markmiði sjóðsins verði náð. Að því er t. a. m. íslensk-
ar vísindarannsóknir og vísindi snertir, verður að gæta að
því, að í Kaupmannahöfn eru mjög mörg íslensk handrit,
sem þarf að gefa út, og margar heimildir að sögu íslands.
Par eru og fornmunir og margir náttúrugripir á söfnunum.
það þarf því að sjá um, að þetta verði íslenskum vísind-
um að gagni. far þarf því að styrkja íslensk vísindi og
vísindalegar rannsóknir rjett eins og á íslandi, og verður
það hvortveggja íslandi og íslenskum vísindum og ís-
lenskri menningu til gagns og sóma. Og það er sam-
kvæmt tilgangi sjóðsins.
Svo hefur verið talið, að 777 íslenskir stúdentar hafi
verið innritaðir á árunum 1611 til 1890 við háskólann í
Kaupmannahöfn. Það er að meðaltali tveir til þrír stúd-
entar á ári, eða þrír stúdentar í 217 ár en tveir í 63 ár.
Á fyrstu árunum eftir að íslenskir stúdentar fengu með
konungsbrjefi 23. desember 1579 rjett til þess að njóta
styrks af »kommúnitetinu«, sem þá var 10 ára gamalt,
munu þeir hafa fáir sótt til háskólans. En á hinum síð-
ustu 28 árum hafa venjulega farið margir stúdentar þang-
að, stundum enda meira en helmingurinn af þeim, sem
út hafa skrifast. Á árunum 1891 til 1904 fóru um 135
stúdentar til háskólans, eða að meðaltali 9 eða 10 á
hverju ári, og á síðustu 14 árum (1905—1918) fóru um 130
eða rúmlega 9 á ári. Alls verður þetta 1042 stúdentar.
Þó verður það ekki meira en rúmlega 3 stúdentar að
meðaltali á ári, sem hafa leitað til háskólans í Kaupmanna-
höfn, síðan þeir fengu þar fyrst rjett til námsstyrks.
Ymsir af þeim, sem þangað hafa farið, hafa fallið úr sög-
unni eða hætt við nám eftir eitt eða tvö ár, og hafa