Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 74
74
Sambanslögiu 19Í8
Hestir þeirra þá horfið aftur til íslands, ef dauðitin hefur
eigi kallað þá burtu. Síðan 1908 hafa eigi fáir stúdentar
tekið upp á því, að dvelja að eins eitt ar við háskólann,
til þess að njóta styrksitis og sjá sig um og skemta sjer
í Kaupmannahöfn. Það er eigi tilgangurinn með einka-
rjettinum til kommunitets og garðstyrksins, að hann sje
notaður á þennan hátt, og hefur þetta ekki verið vatisa-
laust fyrir íslendinga. En Danir hafa samt uppfylt svo
vel einkarjett íslenskra stúdenta, að þeir ljetu tvo stúdenta,
sem voru auðmannssynir úr Reykjavík, fá styrkinn, þótt
faðir þeirra hefði um 15000 kr. tekjur á ári og ætti um
30000 kr. samkvæmt fátækravottorði þeirra. Petta var
haustið 1912 og má lesa um það í Árbók háskólans
(Universitetets Aarbog 1912—13, bls. 1343). Eitt af
skilyrðunum fyrir því, að stúdentar geti fengið þennan
mikla styrk, er þó það, að efnahagur þeirra sje svo, að
þeir þurfi á því að halda. En svo fór um stúdenta þessa,
að þeir hurfu heim eftir eitt ár. Þeir höfðu farið til
Kaupmannahafnar til þess að skemta sjer.
I skipulagsskrá kommúnitetsins er eigi neitt skilyrði
um það, að stúdentar þurfi að fá 1. einkum við stúdents-
próf til þess að geta fengið styrk af því, og er það mjög
viturlegt. Fyrsta einkunn er engin trygging fyrir því, að
stúdentinn verði nýtur maður, eða nýtari en sá, sem fær
aðra einkunn. Enginn hefur orðið nýtari og frægari mað-
ur af þeim, sem útskrifast hafa úr latínuskóla á Islandi,
en Niels Finsen og hafði hann 2. einkunn. En síðan
stúdentum fjölgaði svo mjög, hefur samkepnin á milli
þeirra orðið svo mikil, að nú fá venjulega engir danskir
Stúdentar kommúnitet og Garð, nema þeir hafi 1. einkunn.
í>ó er ekki loku skotið fyrir það, að stúdentar með ann-
ari prófseinkunn fái styrki þessa, ef þeir sýna framúrskar-
andi dugnað við nám sitt á háskólanum, svo að þeir bæti
upp stúdentsprófið. Fyr á tíðum, er stúdentar voru fáir