Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 75
Sjóðirnir
7.s
í háskólanum, var samkepnin margfalt minm og auðveld-
ara að fá námsstyrkina. Pá er þessa er gætt, má telja
víst, að margir íslenskir stúdentar, sem bæði hafa haft i.
einkunn úr latínuskólanum og stundað hafa nám sitt með
.kostgæfni, mundu hafa fengið kommúnitetið og Garð 1 þrjú
eða tjögur ár, rjett eins og danskir stúdentar, þótt þeir hefðu
ekki haft einkarjettindi til þess. Pað er því augljóst, að rentur
af svo sem iooooo krónum eftir peningaverði á vorum
tímum mundu í upphafi hafa nægt til þess að greiða þann
styrk, sem íslendingar hafa fengið sökuin einkarjettinda
sinna við háskólann, ef renturnar hefðu verið lagðar við
höfuðstólinn, þá er eigi hefði þurft að nota þær. Á síð-
asta mannsaldri, þá er samkepnin um styrkinn hefur ver-
ið mest, hefur gengið mjög mikið fje frá »kommúnitetinu«
íslenskum stúdentum til styrktar, sökum þess að þeir hafa
verið margir við háskólann og höfðu einkarjettindi; en
einkarjettindin hafa þó tæplega veitt þeim meira að með-
altali en rentur af hálfri miljón. Pað verður að gæta að
því, að flestir þeirra stúdenta, sem farið hafa utan á síð-
ari árum, hafa haft i. einkunn og margir þeirra hafa
stundað námið vel. Á hinum síðustu áratugum hafa og
verið gefnar hærri einkunnir í skólanum en tíðkaðist á
dögum Halldórs kennara Friðrikssonar og samtíðarmanna
hans. Sumir kentiarar gáfu á þeim timum aldrei hærri
einkunn en 5. En hins vegar hafa margir íslenskir stú-
dentar notað mjög námsár sín til slæpingsskapar og
óreglu. — það er minkun að því! — Fyrir því hefur
mörgum fátækum og duglegum dönskum stúdentum þótt
það hart, að íslenskir stúdentar skyldu hafa forgangsrjett
til »kommunitets« og Garðs, en þeir sjálfir fá eigi neitt
þrátt fyrir fátækt, dug og iðni.
Nú er Island er orðið sjerstakt fullvalda ríki, er það
auðsætt, að það verður sjálft að sjá sjer fyrir embættis-
mönnum og að styrkja ungmenni sín til embættisnáms,