Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 76
Sambandslögin 1918
76
eins og með þarf. Pað er eitt af því, sem fylgir með
sjálfstæðinu. Ef hið íslenska ríki á eigi skóla til þess að
veita embættismannaefnum sínum fræðslu í öllum nauð-
synlegum greinum, verður það að styðja þau til þess að
geta fengið hana í öðrum löndum í þeim greinum, sem
það veitir enga kenslu í. Ymsir stúdentar munu eðlilega
leita til háskólans í Kaupmannahöfn eins og áður, ekki
einungis af því, að sá háskóli er stór og fullkominn,
heldur og af því, að lífsuppeldi í Kaupmannahöfn
er ódýrara en í öðrum stórum bæjum og af því að
íslenskir stúdentar geta framvegis fengið þar
styrk jafnt og Danir, ef þeir stunda vel nám sitt og
hafa 1. einkunn úr mentaskólanum. — f*ar eiga þeir og
hægra með að vinna sjer dálítið inn jafnframt náminu, en
í öðrum bæjum erlendis. — En eftirleiðis verða þeir að
hafa það hugfast, að þeir geta ekki fengið neinn styrk
frá Dönum fyr en þeir hafa sýnt iðni og dug við háskóla-
námið. Aí> því leyti sem stúdentarnir eða foreldrar þeirra
og frændur geta eigi klofið þann kostnað, sem embættis-
námið hefur í för með sjer, verður íslenska ríkið að styrkja
þá, þó ekki meira en svo að það fái nóga nýta starfs-
menn í þjónustu sína.
Báðir sjóðirnir eru eðlilega bundnir við þau mark-
mið, sem þeim eru sett í 14. gr. sambandslaganna, en
annar sjóðurinn getur varið meiru fje til einnar greinar
af störfum þeirra en hinn. Sjóðurinn í Reykjavík getur
t. a. m. notað fullan helming af ársrentum sínum til þess
að styrkja íslenska stúdenta, er lesa undir embættispróf,
en hann þarf ekki að verja neinu fje til þess að styrkja
aðra námsmenn, ef stjórnendur hans vilja svo. í raun
rjettri eiga íslenskir stúdentar rjett á því, að rentunum sS
hjer um bil hálfum sjóðnum sje varið þeim til styrktar, í
stað þess að einkarjettindin voru af þeim tekin. En nokk
uð af fjenu verður hann að nota til þess að styðja íslensk-