Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 78
7*>
Sambandslögin 1918
istjelag í Helsingjaforsi hefur hafið máls á þessu og bein-
ist fyrir þvi.
V.
Friður. Sambandslögin eiga að standa óbreytt til
nýjárs 1941. t*að er eigi langur tími í æfi þjóða, en
ákvæðið er viturlegt. Á íslandi hafa margir verið hrædd-
ir við sambandslög, af því þeir hafa óttast, að þau
mundu gilda um allar ókomnar aldir og þeim mundi eigi
mega breyta, er þörf gerðist. fótt öll reynsla í þeim
efnum bendi á annað, hefur það ekkert dugað. Einstaka
menn hafa barið þetta blákalt áfram. Sumir hafa haldið,
að gamli sáttmáli væri enn í gildi, og mikið hefur verið
gert til þess að viila mönnum sjónir í þessu tilliti. En
nú geta menn verið óhræddir. Sambandslögunum má
breyta eftir 22 ár, og laga eftir því sem þarfir landsins
þá kunna að krefja. En fyrir því má vænta friðar í
sambandsmálinu eða stjórnarskipunarmálinu nú í 22 ár.
Sumum, einkum þeim fáu mönnum, sem hafa gert stjórn-
arskipunardeiluna að atvinnu, kann að þykja það mjög
óþægilegt, en það er vonandi, að þeir líti nú einu sinni
ofurlítið á hag íslands og sætti sig við það, enda hafa
nú hinir áköfustu af þeim fengið embætti og ýms önn-
ur störf sjer til uppeldis.
Islandi er nú mikil þörf á þessum 22 ára friði, því
að margt er í ólagi og margt þarf að bæta, sem eigi hefur
verið hægt að laga sökum stjórnarskipunarbaráttunnar.
Hún hefur spilt mörgu á hinum síðari árum og glapið
sýn fyrir mörgum. Nú þarf Island friðar til
margra endurbóta og nytsamra framkvæmda,
og landsmenn verða að gæta þess vel, að engum takist
að spilla friðnum á þessum árum og hefja deilur um
þetta mál.
Sambandsnefndin á að vaka yfir friðnum og þegn-