Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 79
Friður
79
skap beggja þjóða. Pað er þýðingarmikið starf og vou-
andi að það takist vel, og það er ljett starf, ef allir góð-
ir menn gera sitt til þess að það megi takast vel. Af
öllu því, sem sambandslögin veita íslandi, er það ef til
vill nauðsynlegast aö landið fái nú frið til framfara.
I íslenskum blöðum vænta menn, að Danir verði
ekki erfiðir í sambúðinni og það er eðlilegt. Framkoma
dönsku stjórnarinnar við ísland og íslendinga hefur síðan
vinstrimenn komu til valda verið svo góðgjörn og
rjettsýn, að ekki eru dæmi í mannkynssögunni til slíks.
Pað er auðsætt, að slikir menn vilja sýna íslandi rjett-
læti. Hægrimenn voru aftur á móti rjett eins og gerist
í öðrum ríkjum. Stjórnarskoðanir þeirra voru gamaldags
og stórveldislegar, og voru þeir alls eigi lakari við íslend-
inga en við almenning í Danmörku. Peir vildu eigi að
almenningur rjeði landsmálum. Peir vildu að borgarar,
bændur og verkamenn væru undirmenn sínir — eins og
einn ríkisþingmaður sagði við mig í sumar, — rjett eins
og íslendingar áttu að vera undirþjóð Dana, þ. e. a. s.
hægrimanna. En svona og þaðan af verra hefur stjórn-
arástandið til þessa tíma verið í öðrum ríkjum og það
miklu verra mjög víða. Og nú er ekkert útlit til þess,
að hægrimenn komist aftur til valda. Peir eru minsti
flokkurinn og standa einir sjer.
Jeg hygg líka, að Danir verði góðir í, sambúð sinni
við íslendinga, eins og vinstrimenn hafa verið, en ekki
»vegna þess, að þeir hafa sverðið hangandi yfir höfðinu
og vita að taugin getur slitnað að 25 árum liðnum«, eins
og segir í Vísi 29. júlí, heldur hreint og beint af því, að
rjettlætistilfinning, löghlýðni og stjórnarfarslegur þroski er
lengra á veg kominn í Danmörku en á íslandi. Danir
hafa alls ekki >sverðið hangandi yfir höfðinu« íremur en
Islendingar, og það er eigi á neinn hátt verra fyrir þá
að sambandið slitni en fyrir Islendinga, heldur þvert á