Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 80
80
Verkefni íslendinga
móti. Peir sjálfir eiga ekkert á hættu, en íslendingar
aftur á inóti mjög mikið.
VI.
Endurbætur innanlands. Uppeldid ísland þarfn-
ast mjög margra og mikilla endurbóta innanlands, bæði
af því að landið er orðið frjálst og fullvalda, en þó fyrst
og fremst af því, að mjög margt er í ólagi, vanhirðingu
og niðurlægingu. Pað má líka búast við erfiðum árum
og mikilli samkepni eftir ófriðinn mikla.
»Nú þýðir eigi að skella skuldinni lengur á Dani«,
eins og segir í »Frjettum« 19. september.
Já, brögð eru að þegar Bjarni finnur.
Það þarf' að hefja þjóðina á betra og æðra stig en
hún nú stendur á, bæði i siðgæði, þekkingu og annari
menningu og einnig að því er efnahaginn snertir.
Islendingar þurfa endurbóta innanlands framar öllu
öðru. Ef þeir koma þeim eigi á, geta þeir eigi þrifist,
nje farið vel með stjórnarstörf og fullveldi landsins.
Stjórnleysið, hirðuleysið og óreglan kemur afarvíða í ljós
og stendur þjóðfjelaginu fyrir þrifum. Fæstir landsmenn
sjá þetta eins og það er, af því að þeir eru þessu vanir
og þekkja eigi annað betra til samanburðar.
Landsmenn, íslendinga sjálfa þarf að bæta.
Petta málefni ætti jafnan að standa efst á dag-
skrá landsmanna.
Islendingar þurfa að verða betri og duglegri menn
en þeir eru. Barátta þeirra á kömandi tíð þarf að verða
barátta gegn þeirra eigin löstum og göllum;
en baráttan við sjálfan sig er venjulega þung og erfið, og
alt annað en baráttan gegn Dönum eða dönsku stjórninni.
Baráttan gegn löstum og göllum þjóðarinnar er erfið sök-
um agaleysis, kæruleysis, stjórnleysis, skylduræktarleysis
og óþegnskapar eða óráðvendni (illoyalitets) landsmanna