Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 81
Endurbætur innanlands
8
sjálfra. Auk þess særir það flesta hlutaðeigendur, ef að
er fundið, og flestir eru svo blindir að þeir skilja eigi, að
landsmönnum er eigi hægt að hjálpa verulega án aðfinn-
jnga. Pað er eigi hægt að hefja þjóðf jelagið á æðra stig án
aðfinninga.
Pað þarf fyrst og fremst að vanda uppeldi barna
og unglinga miklu betur en gert er. Fullorðnir menn,
einkum foreldrar og kennarar, verða að vanda sig bæði
í orðum og verkum, til þess að hafa eigi ill áhrif ábörn-
in. Skólana þarf að bæta og auka, launa barnakenn-
arana miklu betur en gert er, veita þeim betri kennara-
mentun og heimta, að þeir gæti vel skyldu sinnar.
Ohæfa menn, drykkjumenn og annan ruslaralýð, má eigi
gera að kennurum. Skólastjóri sjera Magnús Helga-
son hefur nýlega látið prenta í Þjóðólfi góða ritgjörð um
barnafræðsluna á Islandi. Hann segir, að henni hái hús-
leysi alstaðar í sveitum og er það rjett. En allflestum
hreppum landsins er ofvaxið að reisa góð skólahús
hjálparlaust. Pað getur landssjóður gert. Honum er það
alls eigi ofvaxið, ef honum er vel stjórnað, en á það
brestur stundum mikið.
ísland leggur ekkert til landvarna og hermála. Því
meira getur það lagt til skóla og annara framfara innan-
lands. Landið getur látið reisa 4 til 8 skólahús á hverju
sumri í sveitum. Þessi hús eiga að vera svo vel gerð,
að þau standi í margar aldir með sæmilegu árlegu við-
haldi. f*au á að gera úr steini, steinsteypu, með tvöföld-
um veggjum, svo að þau sjeu hlý og rakalaus. Par sem
hætt er við landskjálftum eiga að vera sterk járnnet í
veggjunum, svo að húsin þoli vel hristing. Slík hús standast
verri landskjálfta en þá, sem koma á íslandi, ef þau eru
vel gerð, og er full reynsla fengin fyrir því í Kaliforníu.
Pað má heita ónýtt verk að byggja ónýtt hús.
Hreppsmenn eiga að draga nægilegt grjót og efni í
6