Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 82
82
Verkefni íslendinga
slík hús, en landsjóður borga það efni í húsin, sem flutt
er frá öðrum löndum, og gerð þeirra að öðru leyti en
aðdrætti. Húsin þurfa að vera með ákveðnu lagi og
ágætlega fyrir komið, bæði sem kensluhús og heimavist-
arhús handa börnum, og í þeim verður að vera íbúð
fyrir kennara og fjölskyldu hans. Landið þarf að hafa
sjerstaka smiði og verkamenn, sem geri húsin og læri
það verk svo vel, að þeir geti á mjög skömmum tíma
bygt góð skólahús, er alt efnið er til. Sömu mennirnir
ættu því á einu sumri að geta bygt fjögur eða fleiri
skólahús í sömu sýslunni. Verkum þeirra verður að
haga svo, að lítill tími gangf til ferða. Á einu sumri
gera þeir að eins hús á Suðurlandi, á öðru sumri að eins
á Vesturlandi, eða á einu sumri að eins í Borgarfirði, á
öðru sumri að eins í Skagafirði o. s. frv. Á vetrum
smíði þeir hurðir, glugga, bekki og borð og önnur áhöld
innanhúss, svo alt sje til fyrir sumarið. Beir verða auð-
vitað að kunna að smíða nákvæmlega eftir teikningum.
Bað má ekki smíða neitt úr votum eða deigum við,
því það er eigi til frambúðar. Bess vegna þarf fyrir-
hyggju og viðbúnað með allan við. Bað þarf að þurka
hann vel og vandlega, áður en smíðað er úr honum, og
má auðvitað ekki geyma hann úti, nje þar sem hann
getur vöknað. Á Býskalandi verða smiðir að gera nýjar
hurðir í hús endurgjaldslaust, ef þær skekkjast eða gisna
sökum þess að viðurinn hefur verið votur. Sama er þar
að segja um glugga.
Ef .skólahúsasmiðir tækju líverja sýslu á fætur ann-
ari og reistu þar góð skólahús, þá yrði eftir svo sem 15
til 20 ár búið að reisa góð skólahús um alt land, og húsin
þyrftu eigi að verða dýr á þennan hátt. Fjórir menn t.
a. m., sem kunna verulega vel verk sitt, vinna meira og
betur en tífaft fleiri menn, sem kunna það ekki. Á
þennan hátt getur ísland með tiltölulega litlum kostnaði
eignast góð skólahús, som væru til frambúðar.