Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 83
Uppeldið
83
íslendingar yfirleitt leggja alt of litla rækt við upp-
eldi barna sinna. Pað er mikil skömm og stór skaði.
Peir kunna fáir að hlýða og kenna eigi börnum sínum
það heldur. Pað drýpur af íslendingum kæruleysi og
agaleysi, vanhirða og óregla. Pess vegna eru þeir fá-
tækir. Fjöldi manna, ekki síður skólagengnir menn en
aðrir, eru auðnuleysingjar. Árlega fer nokkurra miljóna
króna virði til ónýtis á íslandi sökum hirðuleysis, skyldu-
ræktarleysis og kæruleysis. Margir eru þeir, bæði karlar
og konur, sem kunna t. a. m. eigi að loka hurð á eftir
sjer, er þeir ganga um, heldur ganga annaðhvort frá opnu
eða skella. Petta alt er mest uppeldinu að kenna.
Skyldurækni er fáum innrætt. Petta þarf að bæta.
Barnakensluna þarf ekki að eins að auka og bæta og
lengja, heldur þarf að auka unglingakenslu mjög mikið.
Bókfærslu þarf að kenna alment, svo að mönnum lærist
að stjórna efnahag sínum, og viti hvað þeir eiga. Petta
má gera jafnframt og reikningur er kendur. Um að gera
að menn læri að nota það, sem kent er.
Hið besta góðverk, sem menn geta gert, er að ala
börn sín vel upp, sagði Lúther. Gott uppeldi, góð
fræðsla bæði barna og unglinga, í einu orði góð alþýðu-
fræðsla, á að vera fyrsta málið á dagskrá íslensku þjóð-
arinnar.
í verslunarskólum og mentaskólum, eða í þeim skól-
um, sem þeir unglingar ganga í, er ætla að vinna á
skrifstofum eða þau verk, sem heimta miklar skriftir,
ætti að kenna að rita á vjel og einnig hraðritun. Slík
kunnátta sparar mikinn tíma. Pað er hreint og beint
hneyksli, að eigi skuli vera hraðritaðar ræður manna á
alþingi.
VII.
Skuldir og skattar. Island er nú skuldum vafið.
Á síðustu tíu árum hefur það sokkið djúpt í skuldir.
6*