Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 84
84
Verkefni íslendinga
Alþingi hefur eigi verið sýnt um að stjórna vel fjárhag
landsins, en það ætti þó að gera sje far um það, og hafa
það hugfast, að sannarlegt sjálfstæði er venjulega ekkí
samfara skuldum.
Skattalöggjöf landsins er mjög ranglát, að sumu leyti
einhver hin lakasta, sem nokkru sinni hefur verið á ís-
landi og nú er í nokkru mentuðu landi. Gjöldin til prests
og kirkju eru mjög ranglát. Miljónaeigandi greiðir þar
jafnmikið og bláfátækur barnamaður, sem er iooo sinn-
um fátækari. Úr þessu bætir þó töluvert að sveitarút-
svarið er lagt á menn eftir efnahag og sömuleiðis nokkr-
ir skattar í landssjóð. En þó er það furða, að þingmenn
á 20. öldinni skuli geta sett svona ranglát lög.
Líkt er að segja um farmgjaldið, sem lagt var á til
bráðabirgða, er bannað var að flytja áfengi til landsins.
þar greiðir fátækur þurrabúðarmaður meira en efnamað-
urinn, sem fær mest viðurværi af búi sínu. Það er eins
og rjettlæti og ráðvendni hörmangaranna sælu búi í þeim
manni, sem komið hefur þessu til vegar.
í fám orðum sagt, þessu þarf að breyta og gera
alla löggjöf vora um opinber gjöld rjettláta. Nú er of
mikið fje tekið af fátæklingum, en efnamönnum hlíft og
þó einkum þeim, sem gefa sig að »spekúlationum« eða
fjárglæfrum. f*að sjest best í Reykjavík.
Verðhækkunarskatturinn á jörð er rjettlátastur
allra skatta, af því að hann er skattur af þeirri vinnu og
verðhækkun, sem þjóðfjelagið og bæjar- og sveitafjelög
leggja til og valda. Ef jörð 'hækkar í verði af því að
jarðeigandi eða ábúandi gjörir jarðabætur, þá er það hon-
um að þakka. En ef jörðin hækkar í verði sökum þess,
að landið leggur ágætan veg eða járnbraut um jörðina,
þá er það landssjóði að þakka. Af þesskonar verðhækk-
un á hann að fá verðhækkunarskatt.
Þrátt fyrir það að verðhækkunin í Reykjavík er bæj-