Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 88
88
Verkefni íslendinga
mannval og svo á ab skipa í hann góðan íslenskan lög-
fræðing, íslandi að kostnaðarlausu. Mjer er alveg óskilj-
anlegt, hvernig prófessor í lögum Lárus H. Bjarnason
hefur getað fengið það út úr iO. gr. sambandslaganna, að
Island eigi að borga þeim íslenska dómara laun, sem
skipaður kann að verða dómari í hæstarjetti. IJað er
enginn eíi á því, að ríkissjóður Dana greiðir laun hans
eins og annara dómara í hæstarjetti, og að það kostar
ísland eigi einn eyri, eins og ljóst er af io. grein sam-
bandslaganna og athugasemdunum við hana, og þó tvítekur
prófessorinn þessa vitleysu (sjá Eimreiðina 1918, bls. 25
—26). Að þetta ákvæði í uppkastinu 1908 kom eigi til
framkvæmda var eðlileg afleiðing af því, að uppkastið
varð eigi að lögum; þarf því engan að furða á því.
Pau mál geta og komið fyrir á Islandi, t. a. m. milli
íslendings og Englendings, eða á milli íslendings og
Pjóðverja, að hollara sje fyrir Island að hæstirjettur sje
æðsti dómur í þeim heldur en dómstóll í Reykjavík, því
að alíslenskur dómur mundi fremur verða skoðaður hlut-
drægur af Englendingum eða Pjóðverjum, er landi þeirra
tapar máli. Fullveldi íslands er enn nýgræðingur, og
best og hollast fyrir land og lýð að fara varlega, og sjá
fyrst, hvernig ástandið verður í heiminum, áður en þessu
er breytt. Pessu er líkt farið og umsjóninni í landhelgi.
Enn er eigi víst, að stórveldin vilji viðurkenna, að skip
þeirra verði gerð upptæk af lögreglubát. Landsmenn
ættu enn að muna, að Pjóðverjar kölluðu Islendinga sjó-
ræningja rjett fyrir stríðið, af því að einn lögreglustjóri
landsins kom í mótorbát að þýskum botnvörpung og tók
hann, dæmdi hann í sekt og gerði veiðarfærin upptæk.
Pað er óvíst hvernig það mál hefði farið, ef Danir hefðu
ekki haft herskip við landið og utanríkisráðaneytið hefði
eigi rjett hlut íslendinga. Pá. er líkt hefur staðið á sum-
staðar annarstaðar, hafa stórþjóðirnar sjálfar sent hersldp