Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 89
Framkvæmdin. Að sníða sjer stakk eftir vexti
89
til hlutaðeigandi landa og tekið þar að sjer eftirlitið
óbeðnar, er enginn hefur haldið þar hlífiskildi uppi fyrir
landsmönnum; hefur þá venjulega alt farið á einn veg, og
stórþjóðirnar hafa tekið yfirráðin í sínar hendur. En
margir Islendingar hafa verið svo ókunnugir ástandinu í
heiminum, eða svo einfaldir, að þeir hafa haldið að land-
inu stæði einungis hætta af Dönum, en ekki af nokkrutn
öðrum þjóðum. það er eins og menn þessir hafi haldið,
að Danir væru mesta stórveldi heimsins, sem altaf væru
að brjóta önnur lönd og aðrar þjóðir undir sig. Já, fyr
má nú vera faðir minn!
Hvenær sem hæstirjettur verður settur á íslandi, á
hann að vera svo vel úr garði gerður, að ekki að eins
landsmenn sjálfir, heldur og aðrar þjóðir geti borið full-
komið traust til hans. Pess vegna mega eigi vera færri
dómarar í honum en sjö.
Pað er líka miklu nauðsynlegra nú sem stendur fyrir
Island, að láta leggja járnbraut frá Reykjavík aust-
ur að Pjórsá, en að senda fulltrúa eða viðskiftaráða-
nauta til annara ríkja, enda þótt það tækist betur en
reyndin hefur venjulega á orðið hingað til. Danska utan-
ríkisráðaneytið hefur nú reynst íslandi vel, og það getur
farið með utanríkismálin í umboði íslands. Að eins þarf
íslenskan fulltrúa í utanríkisráðaneytið samkvæmt sam-
bandslögunum, og honum á landssjóður að launa. En
það er hart, að ungbörn og sjúklingar í Reykjavík og
Hafnarfirði sjeu mjólkurlausir á vetrum, og að menn verði
þar að greiða 80 aura eða 1 kr. fyrir mjólkurpottinn.
Afleiðingin af slíku verði er sú, að fátæklingarnir fá enga
mjólk. Ef járnbraut væri lögð austur í Árnessýslu, væri
auðvelt að bæta úr þessum vandræðum. Hana þarf að
leggja sem fyrst. I raun rjettri hefði átt að byrja jafn-
snemma á því verki og höfninni í Reykjavík. Pá hefði
því verið lokið nú.