Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 90
90
Verkefni íslendingj
Pað var áður talað um að járnbraut þessi yrði lögð
á kostnað latidssjóðs, en síðan fossafjelagið ísland sótti
um leyfi til þess að reisa rafstöðvar við Sogfossana, hef-
ur verið ráðgert, að fjelagið legði járnbrautina. Ef stöðv-
ar þessar komast á fót, eins og vonandi er, mun járn-
brautin verða notuð rnikið af fossafjelaginu, og hún muti
því borga sig miklu betur en ella. Pað er því undarlegt,
að menn skuli nú vilja, að landssjóður hætti við að leggja
brautina, þá er útlit er fyrir að hún muni borga sig.
Landið á helst sjálft að eiga og ráða yfir hinum helstu
samgöngutækjum sínum, til þess að sjá urn, að samgöng-
urnar verði setn greiðastar og eigi of dýrar. En aftur á
móti er því ofvaxið að leggja í stórvaxin fossafyrirtæki,
og þar er áhættan í fjárhagslegu tilliti margfalt meiri en
við að leggja járnbraut austur. Landið mun varla geta
fengið neitt fossafjelag betra en fjelagið ísland til þess
að byrja fossaiðnað á íslandi. Væri æskilegt, að það
tæki sem fyrst til starfa og samvinnufjelagsmennirnir við
Lagarfoss. En meiri verksmiðjuiðnað mun ísland eigi
geta borið fyrst um sinn. Að minsta kosti verður að sjá,
hvernig gengur með þetta áður lengra er haldið. Verk-
smiðjulýðurinn hefur eigi hingað til í neinu landi orðið
besti hluti þjóðarinnar. Pað þurfa landsmenn að athuga
og því fara varlega.
ísland verður að fara gætilega að öllu í fjárhagsmál-
um, án þess þó að vera hrætt við að framkvæma þær
endurbætur innanlands, sem bráðnauðsynlegar eru til þess
að atvinnuvegirnir geti blómgast’og þjóðin tekið framför-
um. Pað má ekki eyða fje í fyrirtæki, sem aðrir geta
framkvæmt eins vel eða betur. Pað má ekki stofna
óþarfa embætti, eða embætti til að gegna þeim störfum,
sem Danir geta gegnt betur fyrir landið í umboði þess,
fyr en fjárhagur þess er orðinn miklu betri en hann er
nú. Allur kostnaðurinn við breytingar á stjórnarskipun