Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 91
Að sníða sjer stakk eftir vexti
9
íslands nú, er það verður fullvalda, ætti ekki að fara
fram úr iooooo kr. á ári. Nefnarmönnum (sbr. 16. gr.
sambandslaganna) mun nóg að greiða tíu eða tólf hundruð
lcr. þóknun fyrir starf þeirra og ferðakostnað, er þeir þurfa
að ferðast starfs síns vegtia. Pað verður að gæta að
því, að verja því fje, sem hægt er, til verulegra endur-
bóta innanlands. Einnig þarf að bæta laun margra em-
bættismanna landsins, því að nú eru allar lífsnauðsynjar
hálfu eða miklu dýrari en þær voru 1889, er launalögin
voru samin. Að vísu mun margt falla nokkuð í verði,
er ófriðnum lýkur, en það verður þó lengi dýrtíð á eftir
og laun verkamanna falla ekki. Vöruverð mun því verða
hærra en fyrir ófriðinn. Má búast við því, að embættis-
maður með 6000 kr. launum verði eigi betur settur eftir
stríðið en með hjer um bil 4000 kr. iyrir það.
I jafnfátæku landi sem Islandi er eigi hægt og eigi
heldur rjett að launa embættismenn eins hátt eins og í miklu
auðugri löndum. En hins vegar er það fjarstæða að launa
þá svo illa, að þeir geti eigi haft sæmilegt uppeldi fyrir
sig og fjölskyldu sína. Landið getur líka mist sína bestu
menn, ef þeir fá eigi viðunanleg laun. Tvö til þrjú þús-
und kr. laun í þessari dýrtíð, eins og margir embættis-
menn á íslandi hafa, eru hreint og beint sultarlaun fyrir
þá, sem búa í kaupstað og verða að kaupa alt til heim-
ilisins. I þessari dýrtíð eru það og of lág laun, sem t. a.
m. biskup landsins fær nú, og svona er það með marga
aðra embættismenn. ur þessu verður að bæta.
Margir biskupar landsins hafa frá upphafi sýnt mikla
gestrisni, enda hafa þeir til skams tíma oftast nær verið
svo vel launaðir, að þeir hafa getað það. Ef biskup á
að geta kynst prestum, gefið þeim svo oft sem hægt er
góð ráð og verið sem mest í verki með þeim, er nauð-
synlegt að hann geti sýnt þeim gestrisni, er þeir koma
til Reykjavíkur. l'að þyrfti að veita biskupi eitt eða tvö