Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 93
Framkvæmdin.
93
þjóðina. Pað hefur eigi verið gert. En hvað sem nautn
áfengis líður, þarf það þó að verða öllum ljóst, og fyrst
og fremst landsstjórninni, að þeir menn, sem vilja drekka
áfengi að mun og drekka sig fulla, geta eigi verið í þjón-
ustu þjóðfjelagsins. Engin landsstjórn, ekkert þing
má skipa drykkjumenn í embætti nje velja þá
til þýðingarmikilla starfa. Peir menn, sem vilja
hafa leyfi til þess að drekka sig fulla, eiga ekki að hugsa
um embætti. Ejóðfjelagið getur ekki notað þá í
þjónustu sína.
Petta þurfa Islendingar að sjá og skilja, og læra að
breyta eftir því. Ef þeir gera það, mun margt batna
innanlands.
í Danmörku er lögð margfalt meiri stund á það, að
vanda menn til embætta en á Islandi. Ekki einn einasti
maður fær þar embætti í umboðsstjórn landsins (hjeraðs-
fógetar (= sýslumenn), amtmenn o. s. frv.) fyr en eftir
langa verklega æfingu. Par er eigi heldur skipaður neinn
maður fyrir neina ríkisstofnun fyr en eftir fullkomna og
langa reynslu.
Peir menn, sem verða dómarar eða hjeraðsfógetar,
vinna allengi í dómsmálaráðaneytinu sem aðstoðarmenn
eða hjá hjeraðsfógetanum sem fullvaldar áður en þeir fá
embætti, og svona er það í öllum greinum. Lögfræðis-
kandidatar fá ekki einu sinni að verða málaflutningsmenn
fyr en eftir þriggja ára æfingu og reynslu. Áður en
menn geta orðið fastir kennarar, verða þeir að sýna kenn-
arahæfileika sína og fá æfingu sem tímakennarar. Áður
en menn fá embætti við söfnin, verða menn að vinna
sem aðstoðarmenn við þau. Enginn, sem vanrækir störf
sín sem aðstoðarmaður, getur fengið æðri stöðu, þýðing-
armikil embætti nje orðið æðsti maður við neina stofnun.
Pó hann gegni stöðu sinni vel, getur hann eigi komist í
efsta embættið, nema hann skari fram úr öðrum eða hafi